Búnaðarrit - 01.01.1960, Page 358
356
BÚNAÐARRIT
fættari en Fífill, Þór i Ormskoti frá Þorvaldseyri,
sonur Vestra þar, ekki þungur, en prýðilega gerður
og holdmikill, Prúður Ólafs í Syðstu-Mörk, mjög
jafnvaxinn, lágfættur og Iioldgóður, Óðinn á Mold-
núpi, Gulli í Mið-mörk, Lokkur á Möldnúpi og Reyk-
ur i Syðstu-Mörk.
Svo margir kostamiklir hrútar eru til í Vstur-Eyja-
fjallahreppi, að bændum þar ætli að takast að rækta
upp gott fé, en ennþá eru of margir lélegir hrútar
í hreppnum.
Austur-Eyjafjallahreppur. Þar voru sýndir 96
hrútar, 54 tveggja vetra og eldri, sem vógu 92.5 kg,
og 42 veturgamlir, sem vógu 75.9 kg til jafnaðar. í
háðum aldursflokkum eru hrútar því mun þyngri en
í nokkrum öðrum hreppi sýslunnar. Fyrstu verðlaun
hlutu 53 hrútar eða 55.2%, en aðeins 3 hlutu engin
verðlaun. Eru því hrútar í A.-Eyjafjallahreppi mun
betur gerðir og jafnari en í nolckrum öðrum hreppi
sýslunnar, enda hefur sauðfjárræktarfélag hrepps-
ins starfað með ágætum á undanförnum árum. Rænd-
ur í A.-Eyjafjallahreppi hafa að undanförnu fengið
mjög mikinn arð af sauðfé sínu, þótt j)eir húi við
hagþrengsli og þar hafi verið rýrt fé, meðan búið var
með gamla laginu og fóðursparnaðarstefnunni fylgt.
Fjárbúskapur A.-Eyfellinga er því lærdómsríkur fyr-
ir þá mörgu bændur, sem búa á léttu landi og ekki
tekst að fá viðunandi afurðir af fjárbúum sínum.
Aðferð A.-Eyfellinga í fjárræktinni er einfaldlega sú,
að rækta frjósamt holdgott og mjólkurlagið fé, fóðra
það vel á vetrum og á vorin og beita því á ræktað
land vor og haust, þegar það hefur ekki nóg á út-
haga.
Reztu veturgömlu hrútarnir voru jiessir: Óðinn í
Selkoti, Kjörviður í Skarðshlíð, Börkur Árna í
Slcógum, Hnokki í Skarðshlíð, Sómi á Steinum,
Draupnir Árna í Skógum og Breki Alberts í Skóg-