Búnaðarrit - 01.01.1960, Síða 363
BÚNAÐARRIT
361
Ófeigur í Hemlu. Þessir hrútar eru allir vænleika- og
dugnaðarkindur og yfirleitt holdgrónir, en sumir
noltkuð háfættir, sjá töflu E. Hlíðarhrútarnir, sem I.
verðlaun hlutu, eru frábærar holdakindur, en liafa
flestir fullútlögulitinn brjóstkassa. 1 hrútum í Skaft-
ártungu og Álftaveri er allmikið kleifablóð frá Suð-
ur-Vík. Hrútar í Skaftártungu eru mjög blæfagrir og
hafa margir prýðilega ull. Yfirleitt hefur fé í V.-
Skaftafellssýslu þelmikla, glansandi og góða ull.
Kirlcjubæjarhreppur. Sýningin var sæmilega sótt
og voru sýndir 83 hrútar, 60 tveggja vetra og eldri,
sem vógu 86.0 kg og 23 veturgamlir, sem vógu 68.2
kg að meðaltali. Fyrstu verðlaun hlutu 29 hrútar,
en 7 voru dæmdir ónothæfir. Veturgömlu hrútarnir,
sem I. verðlaun hlutu, voru: Golur og Dvergur í
Skaftárdal, báðir holdþéttir, en of háfættir og Kollur
í Þykkvabæ frá Þverá, léttur, en vel gerður. Beztu
tvævetlingarnir voru: Stuhbur og Funi í Seglhúðum,
sá fyrrnefndi er metfé, en sá síðarnefndi er ágæt-
ur að öðru leyti en því, að hann hefur fulllítil læra-
hold, Snúður í E-Dalbæ, Köggull i Heiðarseli og Gyllir
i Mörk. Þeir þrir síðast töldu hafa allir fulllítil læra-
liold. Beztu hrútarnir þriggja vetra voru: Eitill og
Hringur í Seglbúðum, báðir metl'é. Blómi Jóns í
Þykkvabæ, mjög Iágfæltur og hnellinn, Luhhi í Segl-
húðum, Prúður og Gráni á Hunkubökkum og Fossi
í Þykkvabæ. Af fjögra vetra og eldri hrútum, báru
þessir af: Logi Þorleifs í Þykkvabæ, rígvænn, bak-
hreiður og holdmikill, en nokkuð háfættur, Kollur og
Teigur í Skaftárdal, báðir prýðilega holdgóðir og
útlögumiklir, en í háfættara lagi, Vellur á Hunku-
hökkum frá Teigingalæk, þungur, holdmikill og
vel gerður, og Fengur í Seglbúðum, prýðilega gerður
hrútur að öðru leyli en því, að lærvöðvarnir cru full-
linir.
Hrútar i Kirkjubæjarhreppi voru nú allmiklu