Búnaðarrit - 01.01.1960, Page 375
BÚNAÐARRIT
373
E. Skerpla 9, eign Dóru Hjörleifsdóttur, Unnar-
holtskoti, var keypt lamb frá Sigrúnu á Græna-
vatni í Mývatnssveit. Afkvæmin eru hyrnd, sum
svartarnhöfðótt, hin hvít, ljósgul á haus og fótum.
Þau hafa fróbæra bringubyggingu, ágæta rifjahvelf-
ingu og óaðfinnanlegar herðar, prýðileg bakhold og
frábær lærahold. Synirnir eru báðir ágætir I. verð-
launa hrútar og dæturnar frjósamar afurðaær eins
og móðirin, nema ein, sem virðist varla eins mjólkur-
lagin. Þær hafa alltaf verið tvílembdar. Kynfesta er
mikil. Skerpla átti 1 hrút gemlingur, vóg hann á fæti
43 kg, 2ja vetra átti hún aftur 1 hrút, er vóg 50 kg.
Síðan hefur hún verið tvílemhd, átt 4 hrúta og 4
gimbrar, og hefur þessi 4 ár skilað 91.2 kg í lömbum
á fæli.
Skerpla 9 hlaut I. verðlaun fyrir afkvæmi.
F. Skakkhyrna 22, eign Gísla Hjörleifssonar, Unn-
arholtskoti, var keypt lamb frá Eysteini Sigurðssyni,
Arnarvatni í Mývatnssveit. Afkvæmi hennar eru
hyrnd, hvít, gul á haus og fótum með hvíta, þel-
mikla og góða ull. Svipmót þeirra er þróttlegt, brjóst-
kassabygging ágæt, bakhold prýðileg og mala- og
lærahold einnig. Sonurinn er góður II. verðlauna
hrútur. Skakkhyrna er frjósöm afurðaær. Hún átli
1 hrút gemlingur, er vóg 52 kg, en siðan alltaf verið
tvílembd og gert mjög væna dilka, tvíleinbingshrút-
ur vóg 51 kg, en tvílembingsgimbur 44.2 kg. og 1 tví-
lembingshrútur, sem gekk einn undir vóg 56 kg.
Skakkhyrna 22 hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
Gnúpverjahreppur.
Þar var sýndur 1 hrútur og 3 ær með afkvæmum,
sjá töflu 4 og 5.