Búnaðarrit - 01.01.1960, Page 380
378
BÚNAÐARRIT
Afkvæmin eru hyrnd, ígul á haus og fótum, hafa
glansandi, hvíta, mikla og góða ull. Þau eru framúr-
skarandi jafnvaxin, hafa ágæta brjóstkassa- og
herðabyggingu, ágæt bak-, mala- og lærahold. Full-
orðnu hrútarnir eru báðir ágætir I. verðl. hrútar, 4
lambhrútarnir afbragðs hrútsefni, ærnar hver ann-
arri betri að vexti og holdum og hafa þær revnst í
senn frjósamar og mjólkurlagnar. Haustið 1959 skil-
uðu 19 dætur Bjarka á skýrslu afurðum sem hér seg-
ir: 13 tvílembdar, 29.8 kg og 6 einlembdar 16.8 kg af
dilkakjöti að meðaltali. Gimbrarnar eru frábær ær-
efni. Kynfesta Bjarka virðist mikil.
Bjarki 24 hlaut ná I. verðlaun fyrir afkvæmi.
0. Litli, eign Gísla Högnasonar, Læk, var keyptur
lamb frá Tóvegg í Kelduneshreppi. Hann er sjálfur
metfé og stóð í hnust 7 vetra gamall sá þriðji í röð á
héraðssýningunni á Selfossi. Litli var fyrst sýndur
veturgamall í Gnúpverjahreppi, þá eign Valentínus-
ar i Skaftholti. Vakti hann þá strax athygli vegna
afburða holda og ágæts vaxtarlags. Hann hefur lengst
verið notaður í Laxárdal, en þar hafa því miður ekki
verið haldnar nógu fullkomnar afurðaskýrslur til
þess að fyrir lægi nógu örugglega, hvernig afurðaær
dætur hans eru. Afkvæmi Litla eru hyrnd, hvít, flest
fölleit á haus og fótum, en sum örlítið ígul í andliti og
á fótum. Ullin er vel hvít, þelþykk með stuttu gorm-
hrokknu mjúku togi. Bringan er vel framstæð, breið
og rifjaútlögur ágætar, en herðar aðeins of háar á
sumum hrúlunum. Bakið er sterkt og ágætlega liold-
gott, lærahold frábær og malir ágætar. Fótstaða er
góð. Fullorðnu synirnir eru góðir I. verðlauna hriit-
ar, lambhrútarnir álitleg lirútsefni, gimbrarlömbin
ágæt ærefni og ærnar margar prýðilegar hrútsmæður.
Kynfesta Litla er mikil.
Litli hlaut I. verðlaun fijrir afkvæmi.