Búnaðarrit - 01.01.1960, Page 382
380
BÚNAÐARRIT
hrút, er lagði sig með 18.5 kg. falli. Tvilembingarnir,
8 talsins, jafnmargir af hvoru kyni, vógu á fæti að
hausti 44.5 kg. til jafnaðar, er sýnir frábæra mjólkur-
lagni móðurinnar. Fjórum þeirra var slátrað og höfðu
þeir 36.5% kjöthlutfall.
Einhyrna X4 hlaut II. verðlaun fyrir aflcvæmi.
B. Snotra X2, eign Guðmundar Árnasonar, Odd-
geirshólum, var keypt lamb frá Austurhaga í Aðal-
dal. Afkvæmi hennar eru hyrnd, hvít, ljósguldröfn-
ótt á haus og fótum, með hvíta, þelmikla og glansandi
ull. Þau hafa góða hrjóstkassabyggingu og góð bak-
og lærahold, en eru sum í háfættara lagi. Sonurinn,
Spakur, er ágætur I. verðlauna hrútur, hinn er sig-
inn í baki. Dóttir tvævetur er vel gerð og gimbrar-
lömbin álitleg ærefni. Afkvæmin bera ekki vott um
kynfestu. Frjósemi Snotru er 60% og hún er flæð-
andi mjólkurær. Lambgimbrarlamb hennar, hrútur,
lagði sig með 20.5 kg l’alli. Tveir einlembingshrút-
ar vógu á fæti 51.5 kg að meðaltali, en tvílembing-
arnir 8 að tölu vógu 43.1 kg til jafnaðar. Sex lömb-
um hennar hel'ur verið slátrað og var kjöthlutfall
þeirra 38.6%.
Snotra X2 hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
C. Gerpla X6, eign Ólafs Árnasonar, Oddgeirshól-
um, var keypt lamb frá Klambraseli í Aðaldal. Af-
kvæmin eru hyrnd, hvít, gulleit á haus og aftur á
hnakka og á fótum. Þau hafa frábæra hringu og
rifjahvelfingu, ágætar herðar, nerna fullorðni hrút-
urinn, sem hefur aðeins of háan herðakamb. Lömbin
eru inetfé og tvævetra ærin djásn. Hin afkvæmin
eru einnig ágæt. Frjósemi og mjólkurlagni Gerplu
er frábær. Hún var geld gemlingur, en er alltaf tví-
lembd síðan. Á sex árum hefur hún skilað 97.2 kg
í dilkum á fæti að meðaltali. Lömbin eru 9 hrútar