Búnaðarrit - 01.01.1960, Page 383
BÚNAÐARRIT
381
og 3 gimbrar. Af þeim hefur 6 verið slátrað og
reyndist kjöthlutfall þeirra 39.4%.
Gerpla X6 hlaut I. verðlaun fyrir afkvæmi.
D. Gráleit X27, eign Ólafs Árnasonar, Oddgeirs-
hólum, var keypt lamb frá Hóli í Kelduhverfi. Af-
kvæmin eru hyrnd, hvít, blákolleit á haus og fótum,
nema tvö, en annað þeirra er svart og hitt grátt. Þau
eru lágfætt og snoturlega vaxin, en sum fullhold-
grönn á baki.Fullorðni hrúturinn, Surtur, er afbragðs-
kind, annar lambhrúturinn er ágætt hrútsefni, en
hinn ekki. Dæturnar hafa til þessa verið einlembdar.
Kynfesta er allmildl. Gráleit missti eitt lamb gemling-
ur, en hefur verið tvílembd síðan. Hún hefur skilað
að meðaltali 82.5 kg í dilkum á ári. Þrem lömbum
Gráleitar hefur verið slátrað og reyndust þau hafa
40.2% kjöthlutfall.
Bletta X16, hlaut /. verðlaun fyrir afkvæmi.
E. Bletta X16, eign Jóns Árnasonar, Stóra-Ármóti,
var keypt lamb frá Undirvegg í Kelduneshreppi. Hún
er glæsileg og rétt byggð ær, þróttleg með afbrigðum.
Afkvæmin eru hyrnd, hvít, gulleit á haus og fótum
með svert og þróttlegt höfuð og rétt setta fætur, nema
einn hrúturinn hefur of nástæða afturfætur. Hálsinn
er stuttur og sver, herða- og brjóstkassabygging frá-
bær, bak breitt og ágætlega holdgott nema á vetur-
gömlu ánni, malir breiðar og prýðilega boldfylltar,
en í styttra lagi á tveimur og læraliold ágæt. Full-
orðnu synirnir eru allir ágætir I. verðlauna lirútar
og lambhrúturinn gott hrútsefni. Bletta er mikil af-
urðaær. Tvævetla átti hún hrút, sem vóg á fæti 53
kg að hausti. Næstu tvö árin var hún tvílembd og
skilaði að meðaltali 86.2 kg í dilkum á ári.
Bletta XI6, hlaut I. verðlaun fyrir afkvæmi.