Búnaðarrit - 01.01.1960, Page 387
BÚNAÐARRIT
385
Þau hafa sívalan brjóskaSsa, framstæða bringu og
ávalar herðar, holdgróið, sterkt bak, sem er þó i
mjórra lagi. Báðir fullorðnu synirnir eru ágætir ein-
staklingar. Ærnar hafa reynst vel sem afurðaær.
Lömbin af báðum kynjum eru snotur, en vanþroska.
Geisli 1 hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
C. Jökull 46, eign Jóns Sigurðssonar, Eyvindar-
hólum, var keyptur lamb frá Vatnsfirði i Reykja-
fjarðarhreppi. Afkvæmin eru öll kollótt nema einn
hrútur, hvít, örlítið gul á haus og fótum og hafa al-
hvíta fremur góða ull. Brjóstkassi þeirra er sívalur,
herðar ágætar, bakið sterkt og holdgróið á þeim flest-
um, mala- og lærahold ágæt. Svipmót þeirra er þols-
legt. Fullorðnu synirnir eru ágætir I. verðlauna hrút-
ar, lambhrútarnir sæmileg hrútsefni, gimbrarlömbin
álitleg ærel'ni, ærnar ágætar, en frjósemi þeirra tæp-
lega nægileg, en mjólkurlagni mikil. Tvær ær og 1
gimbur eru of holdþunnar. Jökull stóð nærri því að
l'á I. verðlaun fyrir afkvæmi.
Jökull 46 hlaut II. verðlaun fyrir afkvæmi.
D. Ljómi 32, eign Eggerts Ólafssonar, Þorvaldseyri,
er heimaalinn. F. Spakur 9 frá Minni-Hattardal, M.
Spök. Afkvæmin eru öll liyrnd, hvít, aðeins örlítið
gul á haus og fótum, með hvíta fremur góða og
glansandi ull. Svipur þeirra er fagur og þróttlegur.
Brjóstkassabygging er yfirleilt góð og afbragð á sum-
um, bakið er sterkt og mjög holdgott á flestum, en
sumar ærnar eru þó fullholdgrannar, mala- og læra-
hold eru í góðu meðallagi. Fullorðnu synirnir eru
prýðilegir I. verðlauna hrútar, annar lambhrúturinn
ágætt hrútsefni, en hinn nothæfur, gimbrarlömbin
flest góð ærefni og ærnar föngulegar.
Ljómi 32 hlaut 11. verðlaun fijrir afkvæmi.
25