Búnaðarrit - 01.01.1960, Page 391
BIJNAÐARRIT
389
kind. Veturgömlu hrútarnir, sem eru tvílembingar,
eru sérstaklega vænir, en hlutu þó ekki að þessu
sinni I. verðlaun, en voru mjög nærri því. Yfirleitt
eru afkvæmi Jökuls fullháfætt og kom það meðal
annars í veg fyrir að veturgömlu hrútarnir hlvtu I.
verðlaun. Dætur Jökuls eru enn óreyndar til af-
urðagetu, vegna þess hve þær eru ungar. Kynfesta
virðist vera allmikil.
Jökull lilaut II. verðl. fyrir aflcvæmi.
C. Gosi, eigandi Þór Jóhannesson, Þórsmörk. Af-
kvæmi Gosa eru sum ágætlega væn og vel byggð í
alla staði, en önnur ekki. Ekki er vitað með vissu um
afurðagetu dætra Gosa, en frjósemi 4 vetra ánna er
ágæt. Af 5 þeirra áttu 4 tvö lömb og komu þeim upp.
Hrútarnir, fullorðnu, voru ekki nógu góðir, annar
þeirra, sá veturgamli, hlaut enga viðurkenningu, en
liinn III. verðlaun, sem er kostakind að ýmsu leyti,
en ekki nógu þroskamikill, eins og mál sýna. Einn
lambhrúturinn er sérstalclega vænn og álitlegt hrúts-
efni, hinir voru sæmilega góð hrútsefni. Gimbrarnar
eru sæmilega vænar, en hafa þó ekki nógu góða fram-
byggingu. Kynfesta er ekki næg.
Gosi hlaut III. verðlaun fyrir afkvæmi.
Tafla 12. Afkvæmi Fanneyjar á Þórisstöðum.
1 2 3 4 5 6
Móðirin: Fanney 1 70.0 95.0 76 33 19.0 131
Synir: 1 hrútur 2 v., IIv. .. 90.0 108.0 82 36 24.0 135
Dætur: 3 ær, 2 og 3 v. .. 69.0 95.0 — — 21.0 127
2 gimbrarl 38.0 79.0 — — 20.0 118
Fanney, eign Gríms Jóhannessonar, Þórisstöðum,
er rígvæn og vel gerð ær, mjög frjósöm, hefur alltaf
verið tvílembd frá því hún var 1 vetra og slcilað
góðum lömbum. Fullorðnar dætur Fanneyjar voru
allar tvílembdar, þær eru allar vænar og allhold-