Búnaðarrit - 01.01.1960, Síða 416
414
BÚNAÐARRIT
B. Móðirin: Kola 125, 9v. 52.0 95.0 72 33 18.0 126
Synir: Sindri, 3 v 115.0 116.0 84 32 27.0 127
Bjarmi, 1 v 93.0 106.0 81 34 25.0 133
Dætur: 2 ær, 2 og 6 v 63.5 90.5 74 32 19.0 127
1 gimbrarl. einl. .. 42.0 83.0 — — 20.0 117
C. Móðirin: Kleópatra 3, 5 V. 70.0 95.0 75 30 20.0 125
Synir: Höttur, 3 v., I. v. .. 105.0 114.0 79 30 27.0 129
lambhrútur, tvii. .. 48.0 81.0 66 28 19.0 116
Dætur: 2 ær, 1 v., geldar . . 64.5 97.0 74 30 21.5 122
1 gimbrarl., tvíl. .. 41.0 80.0 — — 19.0 113
A. Slcessa 16, eigandi Axel Jónsson, Bessastöðura,
er heimaalin. Ætt: M. nr. 15. F. Valur. Skessa 16 er
hvít, hyrnd með föJhvítt andlit, með allmikla hvíta
grófa ull. Hún er grófbyggð, fremur holdlítil.
Afkvæmin eru sviplík. Þau eru öll hvít, hyrnd, og
öll með sama litarhátt og ullarfar og móðirin. Þau
eru nokkuð háfætt, með mjóan spjaldhrygg. Tvær
yngri ærnar sæmilega vænar. Gimbrin notandi ærefni.
Veturgamli hrúturinn hlaut II. verðlaun á hrútasýn-
ingu á þessu hausti.
Skessa 16 hlaut III. verðlaun fyrir afkvæmi.
B. Kola 125 er eign Guttorms Þormars, Geitagerði.
Ætt: F. Máni, Geitagerði. M. Kola 73, einnig heima-
alin.
Iíola 125 er hvit, hyrnd, ljósblágul á liaus og fót-
um, rauðflikrótt á ull. Hún er vel gerð, en var nú
fremur rýr.
Afkvæmin eru öll hvít, hyrnd, ljósgul á haus og
fótum. Ærnar voru vel gerðar. Tvævetlan ekki væn,
enda frá tveimur lömbum, annað þeirra lagði sig með
13,2 kg fall, hitt ekki sérvegið. Gimbrin er ágætlega
gerð, þykkvaxin og holdgróin. Hrútarnir eru báðir
afhragðsgóðir, er þeim lýst hér að framan með af-
kvæmum Bolla. En öll afkvæmi Kolu 125 nema ær
nr. 23 eru einnig afkvæmi Bolla.
Kola 125 hlaut I. verðl. fyrir afkvæmi.