Búnaðarrit - 01.01.1960, Page 457
BÚNAÐARRIT
455
1958, er bendir til þess að tvílembur hafi þá hlotið
hlutfallslega lakari aðbúð en einlembur miðað við
árin á undan. Vorið 1958 var líka óvenju kalt og hef-
ur það án efa gengið nær tvilembunum en einlemb-
unum. Það þarf ætíð að gæta vel að fóðrun tvílembn-
anna á vorin, en ekki sízt þegar þau eru köld. Því
meiri sem munurinn er á afurðum tvílembna og ein-
lembna, því betur er að fénu búið. Það er öruggur
mælikvarði. Eg vil biðja héraðsráðunauta, stjórnir
sauðfjárræktarfélaga, alla bændur í félögum og aðra
þá, er færa afurðaskýrslur um fjárbii sín að veita
þessu athygli. Af því má mikið læra, og lagfæra þá
fóðrunarástandið, þar sem óeðlilega lítill munur er á
afurðum eftir tvílembu og einlembu.
í 35 félögum er minna en 10,0 kg munur á afurðum
í dilkakjöti eftir tvílembu og einlembu og í 5 þeirra
er munurinn minni en 9.0 kg, minnstur í Sf. Kirkju-
bæjarhrepps, aðeins 7.8 kg.
Þessi 35 félög eru í öllum landshlutum. Á Vestur-
landi eru 3: Sf. Leirár- og Melasveitar, Borg., Sf.
Von, Laxárdalshreppi, Dal. og Sf. Barðastrandar-
hrepps, Barð. Á Norðurlandi eru 14; þar af 5 í Aust-
ur-Húnavanssýslu: Sf. Torfalækjarhrepps, Sf. Stólpi
og Sf. Trausti í Bólstaðarhliðarhreppi, Sf. Langdæla
og Sf. Vindhælishrepps, 4 í Skagafirði: Sf. Seylu-
hrepps, Sf. Lýtingsstaðahrepps, Sf. Frosti, Akra-
hreppi og Sf. Hólahrepps; 4 í Eyjafjarðarsýslu: Sf.
Vestri og Sf. Klaufi í Svarfaðardal, Sf. Freyr og Sf.
Hólasóknar í Saurbæjarhreppi og 1 í Þingeyjarsýslu,
Sf. Tjörnesinga. Á Austurlandi eru 9. Þar af 7 í Suð-
ur-Múlasýslu: Sf. Skriðdæla, Sf. Norður-Valla og
Skóga, Sf. Egilsstaðahrepps, Sf. Sómi, Reyðarfjarðar-
hreppi, Sf. Breiðdæla og Sf. Beruneshrepps; 2 í Aust-
ur-Skaftafellssýslu: Sf. Borgarhafnarhrepps og Sf.
Öræfa. Á Suðurlandi eru 9: Þar af 4 í Vestur-Skafta-
fellssýslu: Sf. Efling, Hörgslandshreppi, Sf. Kirkju-