Búnaðarrit - 01.01.1960, Síða 458
456
BÚNAÐARRIT
bæjarhrepps, Sf. Álftavershrepps og Sf. Hvamms-
hrepps, 2 í Rangárvallasýslu: Sf. Vestur-Eyfellinga
og Sf. Ásahrepps og 3 í Árnessýslu: Sf. Skeiðahrepps,
Sf. Gnúpverja og Sf. Biskupstungnahrepps.
Félagsmenn í öllum þessum félögum þurfa að gera
sér ljóst, að eithvað verulegt er að í sambandi við
aðbúð fjárins, finna hvað það er og bæta úr því. Það
er athyglisvert, að þessi umræddu félög eru langflest
í snjóléttum sveitum þar, sem sauðfé er mikið beitt
og fóðursparnaður er i hávegum hafður, sem eitt
helzta bjargráð sauðfjárbænda. Nokkur þeirrra eru í
sveitum, þar sem þröngt er í sumarhögum, t. d. fé-
Jögin í Svarfaðardal, Sf. Frosti í Alu-alireppi og Sf.
Slceiðalirepps. Eftir töflu 1 að dæma liefur vetrar-
fóðrun ánna í mörgum þessara 35 félaga verið sæmi-
leg eða góð, en ég lief grun um, að vorfóðrun ánna
hafi verið of léleg í flestum þeirra. í mörgum þessum
félögum er venja að sleppa ám snemma. Vorið 1958
var líalt og því alls ekki hægt að búast við því, að
tvílembur gætu slcilað vænum lömbum, nema þeim
væri sérstaklega hjúkrað eftir burð, þar til nægur
gróður var kominn. Of margir bændur gera sér ekki
grein fyrir þessari staðreynd, en eitthvert mesta tjón
fjárbóndans er að vanfóðra tvílemburnar á vorin.
Kjötaukning á hvern tvílembing, sem nemur aðeins 1
kg, samfara annarri afurðaaukningu, og betra mati
á kjötinu, sein því fylgir, eykur brúttótekjur eftir
tvílembu um ca. kr. 50.00. Sú upphæð greiðir nokkur
kg af fóðurblöndu aulc vinnu við hirðingu.
í 9 félögum var afurðamunur í dilkakjöti eftir tví-
lemhu og einlembu 13.0 kg eða meiri, mestur í Sf.
Hólmavikurhrepps 15.2 kg. Þessi félög eru: Sf. Hvít-
ársíðu, Mýr., Sf. Helgafellssveitar og nágrennis, Snæf.,
Sf. Skutulsfjarðar, N.-Is., Sf. Hólmavíkur, Sf. Kirkju-
bólshrepps, Sf. Fellslirepps og Sf. Óspakseyrarhrepps,