Búnaðarrit - 01.01.1960, Page 461
BÚNAÐARRIT
459
A. Eiginleikinn mældur á gripnum sjálfum.
Einstaklingsdómur.
Sein dæmi um eiginleika, sem kynbæta á, skulum
við taka haustþunga lamba á fæti, og gerum ráð fyrir
að takmark ræktunarinnar sé að auka þunga lamb-
anna á fæti sem mest, en ekkert tillit tekið til annarra
eiginleika. Til þess að gera dæmið einfalt, skulum
við hugsa okkur, að um sé að ræða bú með öllum ám
einlembdum, þar sem jafnmörg lömb séu lifandi af
hvoru kyni að hausti, og sé meðalþungi hrúta 45 kg,
en meðalþungi gimbra 42 kg.
Til ásetnings eru valdir 3 þyngstu hrútarnir af
hverjum 100 og 30 þyngstu gimbrarnar af hverjum
100. Ásetningshrútarnir ættu þá að vega að meðal-
tali um 53 kg, en ásetningsgimhrarnar um 46 kg, og
er þá gengið út frá því, að meðalfrávik þunga á fæti
sé 3.5 kg, sjá mynd 1.
Ef fundinn meðalþungi ásetningshrútanna væri
raunverulegur erfðaþungi þeirra og eins væri með
ásetningsgimbrarnar, þá ættu einlembingar undan
þessum ásetningslömbum að verða 49.5 kg á fæti að
meðaltali, hrútar 51.0 kg og gimbrar 48.0 kg eða 6.0 kg
yfir meðalþunga foreldrakynslóðarinnar, sjá mynd 1.
En nú vitum við það, að þessu er ekki þannig varið.
Yfirhurðir afkvæmanna yfir meðaltal foreldrakyn-
slóðarinnar, reiknaðir á þennan hátt, nást ekki. Á
hinn bóginn má ganga út frá því, að þeir náist að
einhverju leyti. 1 þessu tilfelli eru reiknaðir yfirburð-
ir afkvæma yfir meðaltal foreldrakynslóðar 6 kg. Ef
fundnir yfirburðir afkvæma yfir meðaltal foreldra-
kynslóðar reyndust t. d. 1.8 kg, þá er hlutfallið á milli
fundinna og reiknaðra yfirburða 0.3, þ. e. 1.8:6.0, og þá
er sagt, að arfgengi (heritability) eiginleikans (h2) sé
0.3. Arfgengið segir þannig til um, liversu mikið
afkvæmin muni að jafnaði víkja frá meðaltali for-