Búnaðarrit - 01.01.1960, Side 473
BÚNAÐARRIT
471
griparækt, að meiri ónákvæmni gæti í vali kynbóta-
gripa í lélegu umhverfi en góðu, en þó ekki meiri en
svo, að kynbætur ættu vel að geta átt sér stað í lé-
legu umhverfi, og mjög mikið skortir á, að full vit-
neskja fáist um lcynbótagildi mjólkurkúa, þótt þær
hafi ákjósanlegt viðurværi.
í sambandi við kynbætur í lélegu umhverfi er rétt að
taka það frarn, að sú kenning, að kynbætur og fóðrun
þúrfi að lialdast í hendur til þess að árangur náist,
virðist ekki að öllu ieyti rétt. Niðurstöður dönsku af-
lcvæmarannsóknastöðvanna fyrir nautgripi benda til
þess, að mikill munur sé á því, hve mikilli nyt einstakir
afkvæmahópar skili fyrir ákveðið fóðurmagn, og arf-
gengið á þessum eiginleika, þ. e. kg mjólkurfitu fyrir
hverja afurðafóðureiningu í fóðri, virðist vera um
0.20 eða nærri því eins hátt og arfgengið á nythæðinni
sjálfri. Jafnframt má benda á, að einn sá eiginleikinn,
sem Danir hafa leitazt við að kynbæta i svínum, er
fóðurnýting, og þeim hefur tekizt, að því er virðist
með kynbótum, að minnka verulega tölu fóðureininga
á hvert kg af l'ramleiddu fleski.
Sé þetta haft í huga, virðist augljóst, að við kynbæt-
ur á nautgripum og sauðfé ælti ekki eingöngu að hugsa
um, hve mildar afurðir gripirnir gefa, heldur einnig,
hve mikið fóður þeir nota við framleiðsluna á þessum
afurðum. í því sambandi vil ég geta þess, að í nýút-
kominni skýrslu frá afkvæmarannsóknastöðinni á
Lundi við Akureyri eru birtar niðurstöður af rannsókn
á tveimur nautum, Velli og Ægi. Ægisdæturnar gáfu
til muna meiri nyt en Vallardætur, en Vallardætur
skiluðu nákvæmlega jafnmörgum kg mjóllcur fyrir
hverja afurðafóðureiningu og Ægisdætur. Vallardæt-
urnar stóðu þannig Ægisdætrum að því er virðist
hvergi að baki í því að breyta afurðafóðri í mjólk.
Elcki er hægt að fullyrða neitt um, livað hefði skeð, ef
afurðafóðrið liefði verið hið sama hjá báðum hópum,