Búnaðarrit - 01.01.1977, Page 53
SKYRSLUR STARFSMANNA
47
ræktun. Þegar dagar fara að leugjast linnir vart símahring-
inguin, livað þetta snertir.
Ég tók að mér ritstjórn skrúðgarðabókar Garðyrkjufélags
fslands og sanxdi liluta bókarinnar, en hún kom út á miðju
ári í annarri útgáfu og stóraukin. Var mikið verk að sainræina
og ganga frá bókinni, sem þó að langmestu leyti var unnið í
tómstundum. Smávegis vann ég að skipulagsuppdráttum garða
og teikningum gróðurhúsa, en gróðurliúsateikningar liafa að
mestu leyti færst yfir á hendur Axels V. Magnússonar.
Verulegur tími fór í áætlunargerð um hugsanlegan rekstur
ylræktarvers fyrir útflutningsframleiðslu, og greip mál þetta
óhjákvæmilega nokkuð fram í fyrir hefðbundnum verkefnum
mínum. Þykir rétt að gera liér dálitla grein fyrir máh þessu.
Sú áætlun, sem hér um ræðir, byggir á hugmyndum og fram-
komnum tilboðuin hollenzkra aðila til íslenzkra stjórnvalda um
að reisa hér 3,68 ha gróðurliúsaver, sem í yrðu ræktaðar
móðurplöntur chrysanthemumblómjurta, er gæfu af sér græð-
linga, sem órótaðir eða jafnvel að hluta til rótaðir, yrðu
seldir til framhaldsræktunar víðsvegar um Evrópu. Hafa
Hollendingar tjáð sig fúsa til að gerast 25% eignaraðilar í
fyrirtæki þcssu og sjá um sölu á frainleiðslunni.
Frumkvöðull að áætlun þessari er landbúnaðarfulltrúi
hollcnzka sendiráðsins á íslandi, D. Vries, sem liefur aðsetur í
London. Vries kom liingað til lands snemma á árinu ásamt 5
fulltrúum þriggja þekktra hollenzkra fyrirtækja, sem hann
liafði vakið áhuga hjá fyrir málinu.
Að tilhlutan Landbúnaðarráðuneytisins var boðað til fundar,
þar sem Hollendingar lögðu fram skrifleg tillioð um að selja
stjórnarvöldum hér allt nauðsynlegt efni og búnað fyrir umrætt
ylræktarver og að taka að sér að byggja ]iað og leiðbeina um
byrjunarrckstur ]>ess. Tilboðum þessuin fylgdi gróf rekstrar-
áætlun um ræktunartilhögun, en rciknað er með að lýsa
plöntur að vetrarlagi, til þess að viðhalda uppskeru á þeim
tíma árs, en án lýsingar væri þetta vonlaust yfir aðalskamm-
degistímann. Hollcndingar hugsuðu sér í þessum fyrstu til-
Iioðum að kaupa alla frainleiðslu ylræktarversins órótaða, en
síðan að ræta einhvern Iduta hennar í HoIIandi og selja allt í
hendur þriðja aðila, sem frainleiðir blómin, en þannig verka-
skipting er orðin svo að segja allsráðandi í garðyrkju víðs-