Búnaðarrit - 01.01.1977, Page 63
SKYRSLUlt STARFSMANNA
57
erindi í tilefni af ályktun Búnaðarþings 1975 um ófrjó-
semi í nautgripum. Hinn 22 nóv. sýndi ég um 80 nemendum
í efsta bekk Gagnfræðaskólans í Görðunt skuggamyndir úr
íslenzkum landbúnaði, skýrði þær og útbýtti fjölriti um
sama efni. Eg var í nefnd, sem undirbjó uinræðufundi ráðu-
uauta Búnaðarfélags íslands og rannsóknarmanna RALA vetur-
inn 1976—77, og sat að liluta til liaustfund RALA. Ég var
skrifstofustjóri Biinaðarþings, sem stóð yfir frá 23. fcbrúar
til 10. marz, og gekk frá Búnaðarþingstíðindum í samráði
við búnaðarmálastjóra.
Afmœli Huppu á Kluftum. Haustið 1975 vakti ég athygli
stjórnar Búnaðarfélags íslands og búnaðarmálastjóra á því,
að 3. nóv. 1976 yrðu liðin 50 ár frá fæðingu Huppu 12 á
Kluftum í Hrunamannahreppi. Ákvað stjórnin að minnast
jiessa merka atburðar á þann hátt að gefa Nautgriparæktar-
félagi Hrunamanna málverk af Huppu. Yar mér falin frarn-
kvæmd inálsins. Eftir ábendingu stjórnarinnar leitaði ég til
Ilalldórs Péturssonar, listinálara, sem tók að sér verlcið. Til
stuðnings voru til Ijósmyndir af Huppu og einnig af bæjar-
húsum og landslagi á Kluftum, sein nú eru í eyði. Afhending
málverksins fór fram á 50. afmælisdegi Huppu í félagsheim-
ilinu á Flúðurn að viðstöddu fjölmcuni, enda veður liið feg-
ursta. Ásgeir Bjarnason, formaður Búnaðarfélags íslands,
ílutti við það tækifæri ræðu og þakkaði Nautgrijiaræktar-
félagi Hrunamanna mikilvæg störf í þágu íslenzkrar naut-
griparæktar og aflienti síðan málverkið fonnanni félagsins,
Guðmundi Kristmundssyni, bónda í Skipholti, en hann þakk-
aði. Hafði málverkinu verið valinn staður í fundarsal, og
afhjúpaði það Sigríður Árnadóttir, sein átt liafði Huppu.
Þótti vel hafa tekizt með gerð verksins. Huppa fæddist að
Gróf í Hrunamannahreppi hjá móður Sigríðar, Margréti
Andrésdóttur, sem varð níræð liaustið 1976. Þær mæðgur voru
báðar viðstaddar athöfnina, og ávarpaði Ásgeir Bjarnason
þær því næst og afhenti jieirn skrautritað lieiðursskjal frá
Búnaðarfélagi íslands, þar sem þeim cru færðar þakkir fvrir
umönnun Huppu og færslu afurðaskýrslna. Undirritaður
flutti því næst minni Huppu á Kluftum. Að lokinni athöfn
í fundarsal bauð Nautgriparæktarfélag Hrunainanna til
ágætra veitinga í borðsal, og voru margar skemmtilegar og