Búnaðarrit - 01.01.1977, Page 76
70
BÚNAÐAKRIT
angrunar. Aðstaða hefur verið ófullnægjandi á Arnarstöðuin
og allt of lítið húsrými, strax og fór að rætast úr með að fá
fleiri nautkálfa til ásetnings en áður hafði verið. Yar í óefni
komið á miðju ári 1976, ef ekki rættist úr með aðstöðu til
einangrunar og uppeldis. Nautauppeldisstöð fyrir Búnaðar-
félag íslands hefur að vísu verið á dagskrá allt frá stofnun
Nautastöðvar Búnaðarfélags íslands, en nú er loks að komast
skriður á Jiað mál, sjá starfsskýrslu Erlendar Jóhannssonar.
Til að brúa bilið, unz sérstök uppeldis- og einangrunarstöð
hcfur verið hyggð, var nauðsynlegt að koma upp suinarið 1976
bróðaliirgðaaðstöðu í þessu skyni. Samdi Búnaðarfélag íslands
við liagnar Eiríksson, ráðunaut Skagfirðinga, um uppeldi og
einangrun á kálfum í Gröf á Höfðaströnd. Þar voru á áramótum
15 kálfar í uppcldi, en liinir fyrstu komu þangað 15. ágúst.
Hefur verið vandað til fóðrunar á þeim og allrar umhirðu,
fylgzt reglulcga með jiyngd þeirra og nokkur mál tekin af
þeim.
Holdanautarœkt. Á Hvanneyri voru í órslok 1976 45 gripir
á lioldanautabúinu. Af þeim voru 19 kýr cldri, 4 ásetnings-
kvígur á 2. ári, 2 naut á 2. ári og 20 kálfar fæddir um vorið.
Er þetta 5 gripum fleira en í árslok 1975. Munar þar mestu
um kálfana, en af þeim eru 13 naut og 7 kvígur. Urðu engin
afföll á fæddum kálfurn að þessu sinni, enda var liægt að fylgj-
ast lietur með burði kúnna en stundum áður. Allir kálfar,
sem fæddust á lioldanautabúinu órin 1975 og 1976, eru undan
Viska 72509, sem beztreyndist í afkvæmarannsókn holdanauta,
sjá hér að framan. Slátrað var í byrjun desember 8 geld-
neytuin og 4 kúm. Voru geldneytin á 2. ári, þ. e. 4 kvígur og
4 geldingar. Voru ýmis inál tekin af þeirn fyrir slótrun og af
föllunum. Hafði þessum gripum verið gefið kjarnfóður uin
nokkurn tíma fyrir slátrun. Viski var felldur á sama tíma, en
yngra naut liafði farizt af slysförum fyrr á árinu.
Búfjárrœktarsamþykktir. Hinn 2. apríl staðfesti stjórn
Búnaðarfélags íslands búfjárræktarsamþykkt fyrir Búnaðar-
samband Dalamanna, en liún liafði verið samþykkt á aðal-
fundi sambandsins 6. júní 1975. Verið er að vinna að húfjár-
ræktarsamþykkt fyrir Bsb. A.-Skaftfellinga, og einnig er í
undirbúningi búfjárræktarsamþykkt fyrir Bsb. V.-Húnavatns-
sýslu. í endurskoðun er búfjárræktarsamþykkt fyrir Bsb.