Búnaðarrit - 01.01.1977, Page 136
130
BÚNAÐARRIT
eðlilegt að leita þurfi sdrlegra ráða til þess að bændur óþurrka-
svæðisins gcti afiað fjármuna, svo að unnt sd að lialda uppi
eðlilegri framleiðslu búfjárafurða. Til þess er viðleitni sýnd
frá opinberri hálfu nú um árainótin, og þess ber að vænta, að
þau ráð, sem fundin vcrða, megi tryggja stöðugleika fram-
leiðslunnar.
Þó að til sdu liændur, sem eiga ónógan heyforða á þessum
vetri, er hitt jafn víst, að meira en nóg magn er til af heyi í
landinu lianda öllu búfd, sem á vetur var sett á síðasta hausti.
Hitt er staðreynd, að það eru efnahagsmál bændanna, sem
leysa verður svo að þeir geti aflað fóðurbætis. Þetta kom fram
á fundi, sem haldinn var á Hvolsvelli í desember. Þar mættu
oddvitar sveitarstjórna og forðagæzlumenn af öllu Suður-
landi, ásamt leiðtogum búnaðarsamtakanna á sama svæði.
Niðurstaða af umræðum og ályktanir þess fundar voru eðli-
lega þær, að nauðsyn ber til að finna bjargráð, fyrst til þess
að komast yfir annmarka ársins og svo til frainbúðar.
Um störf forðagæzlumanna iná í heild segja, að þeirra
hlutur í málinu er að meta, vega og skrá niðurstöður af athug-
unum sínuin. Meginþorri þeirra vinnur verkin af alúð og
samvizkusemi, en til er enn að annaðhvort skortir skilning
eða vilja til þess að fá sein flest atriði könnuð til lilítar. Hitt
er einnig til, að bændur neiti að tjá tölu búfjár, jafnvel er til,
að forðagæzlumanni sd meinaður aðgangur að hlöðuin eða
húsum til þess að telja, mæla og meta eins og fyrir er mælt.
Og því miður er víst naumlega unnt að fullyrða, að ekki sdu
til lengur á íslandi eigendur búfjár, sein láta sig litlu varða
hvort liungur og hordauði lirjái skepnur þeirra eða eigi.
Eitt er þó víst óhætt að fullyrða; að á vetur eru sett of
mörg liross. Stóðhrossuin fer fjölgandi en arðscmi þeirra er
vafasöm, og livað verður um þann stofn ef harðæri kemur í
þeim mæli, sem ýmsir minnast frá árunuin 1914—20, þótt
ekki sd lengra til vitnað aftur í tímann.
2. Vistanir útlcndinga
Um 30 ára skeið hef dg liaft meðalgöngu um útvegun starfs-
fólks frá útlönduin til vistunar í sveituin. Ymsir bændur
sækjast eftir fólki frá öðrum löndum og því er ekki að leyna,