Búnaðarrit - 01.01.1977, Page 152
146
BÚNAÐAUISIT
búgreina, að afurðir nautgripa nema 48%, sauðfjár 37%,
svína- og alifugla 6%, gróðurhúsa 4% og annað 5%. Forseti
fór nokkrum orðum um gildi landbúnaðar sem gjaldeyris-
sparandi og gjaldeyrisskapandi atvinnuvegs og nauðsyn þess
að vinna meira að markaðsmálum erlendis. Þá ræddi hann
nauðsyn þess að lialda við byggð í landinu öllu. Síðan ræddi
hann um gildi ráðunautafunda fyrir landbúnaðinn og þaxi
nýmæli í löggjöf landbúnaðarins, er náðu fram að ganga á
Alþingi 1975—76, ckki sízt jarðalögin. Að lokum þakkaði
forseti meðstjórnendum, búnaðarmálastjóra, ráðunautum og
öðru starfsfólki Búnaðarfélags íslands vel unnin störf og
lýsti 59. Búnaðarþing sett.
Þá flutti Halldór E. Sigurðsson, landbúnaðarráðherra,
ræðu og gat m. a. um framgang laudbúnaðarmála á Alþingi,
svo sem breytingar á skipulagi mjólkursölu, flokkun og mat
á ull og gærum, afréttarmál, ítölu, sainræmda bankalöggjöf,
veðdeild Búnaðarbankans og lilut stofnlánadeildar, svo og
jarðalög og ábúðarlög og framkvæmd þeirra. Einnig ræddi
hann um skipun nefndar til að skila áliti um heyköggla-
verksmiðjur og heyöflun, svo og fyrirhugaða stækkun áburð-
arverksmiðju. Hann taldi lánakjör landbúnaðar hafa versnað
verulega og lánsfé það, er væri að hafa, annað livort gengis-
eða verðtryggt. Hann ræddi útflutningsuppbætur og hlutfall
þeirra á liðnum árum og nú og markaðshorfur á innlendum
og erlendum mörkuðum og kvað nauðsyn að kanna þau mál
betur. Að lokum áréttaði ráðherra nauðsyn samstöðu allra
aðila landhúnaðarins og óskaði Búnaðarþingi lieilla í störfum.
Forseti þakkaði ráðherra góðar óskir.
Því næst flutti Sigríður Thorlacíus ávarp frá Kvenfélaga-
sambandi íslands, þar sem hún ræddi samstöðu þess félags-
skapar og Búnaðarfélags íslands og sameiginleg hagsmuna-
mál heimila og bænda, hagnýtingu inatvæla, inannmergð
veraldar og nauðsyn fæðuöflunar, manneldisrannsóknir o. fl.
Að lokum óskaði liún Búnaðarþingi hcilla og velfarnaðar,
en forseti þakkaði vinsainleg orð og árnaðaróskir.
Á 2. þingfundi sama dag fóru frain kosningar varaforseta,
skrifara og starfsnefnda.