Búnaðarrit - 01.01.1977, Page 188
182
BÚNAÐARRIT
Greinargerð:
Útflutningur búvara frá íslandi liefur tíðkazt frá fornu fari,
og var langt frain eftir öldum gild stoð í utanríkisverzlun
landsmanna. Á síðari tímum hefur þjóðhagslegt gildi þessa
þáttar útflutnings að vísu farið hlutfallslega mimikandi, en
er þó enn verulegur og um þessar mundir aftur vaxandi.
Markaðserfiðleikar sumra greina liúvöruútflutnings eru þó all-
miklir, og liefur reynzt erfitt að ná viðunandi verði miðað við
framlciðslukostnað. Stafar það jöfnum höndum af liarðri
samkeppni á flestum mörkuðum og af stöðugum vexti dýr-
tíðar liér á landi, sem yfirstígur allt það, sem þekkist í við-
skiptalöndum vorum. Útflutningsbætur á landliúnaðarvörur
eru því verulegt vandamál og sæta vaxandi gagnrýni, sem
bændur geta ekki látið sem vind um eyru þjóta. Sýnist því
ærin ástæða til, að einskis sé látið ófreistað að flnna og nýta
hvern þann erlendan markað, sem næst kemst því að greiða
framleiðsluverð vörunnar, svo að þörf útflutningsbóta verði
haldið í lágmarki hverju sinni. Geti sú nýskipan inála, sem
hér er lagt til, að reynd verði, náð einhverjum árangri í þá átt,
er til nokkurs að vinna.
Mál nr. 12
Erindi Búnaðarsambands Austur-Húnavatnss'ýslu um skatta-
mál bœnda.
Málið afgreitt með eftirfarandi ályktun, sem samjiykkt var
með 24 sainhljóða atkvæðum:
I. Búnaðarþing telur, að frumvarp til laga um tckjuskatt og
eignarskatt, er nú liggur fyrir Alþingi, jniríi gagngerðrar athug-
unar við, ekki sízt með tilliti til bændastéttarinnar, og að ekki
megi lirapa að gerð nýrra laga um þetta cfni, enda Jiótt þingið
telji núgildandi skattalög mjög gölluð I ýinsum greinum.
Þingið álítur, að ákvæði 7. gr. og 56. gr. frumvarpsins um
ákvörðun launatekna aðila, er vinnur við eigin atvinnurekstur,
án þess að taka tillit til sannanlegra upplýsinga um afkomu
rekstrar fyrirtækisins, séu fráleit.
Þingið telur einnig, að 10.—27. gr. frumvarpsins um sölu-
liagnað af eignum þurfi rækilegrar cndurskoðunar við vegna