Búnaðarrit - 01.01.1977, Page 426
420
BUNAÐAKRIT
Fáir yngri hrútar voru úrtöku góðir. Á liéraðssýningu voru
valdir Hamar á Grund, Klaufi Björns og Þór Guðbrandar á
Smáhömrum, og Logi Gríms á Kirkjubóli, til vara Ljómi á
Grund og Stakkur Jóns á Gestsstöðum. Á héraðssýningu
hlaut Hamar I. verðlaun A, en Klaufi, Þór og Logi I. verð-
laun B.
Iiólmavíkurhreppur. Þar voru sýndir 34 hrútar, 25 full-
orðnir og 9 veturgamlir. Þeir fullorðnu voru lieldur léttari
en jafnaldrar þcirra í öðrum hreppum sýslunnar að Hróf-
hergshreppi undanskildum. Þeir veturgömlu voru yfirleitt
þroskamiklir, en um helmingur fullháfættur. Eldri hrútar
voru margir grófgerðir. Á héraðssýningu voru valdir Sómi
Jóns Kristinssonar, veturgainall, er lilaut þar I. verðlaun B,
og Dropi Kára Sumarliðasonar, er hlaut I. verðlaun A. Til
vara var valinn Bjartur llagnars Kristjánssonar. Þessir lirútar
eru allir frá Jóni Loftssyni. Dropi er sonur Sóps 62—841.
Hrófbergslireppur. Þar voru sýndir 14 hrútar sunnan varn-
argirðingar. í norðurhluta hreppsins var engin sýning. Á
héraðssýningu voru valdir Kútur og Sópur (yngri) Jóns Lofts-
sonar, Innra-Osi, og til vara Prúður Magnúsar Gunnlaugs-
sonar, Ytra-Ösi. Kútur ldaut þar I. heiðursverðlaun, var eini
lirúturinn í þeim verðlaunaflokki á sýningunni með 83,5 stig,
ágætlega jafngerð lioldakind. Sópur lilaut I. verðlaun Á.
Dropi og Fífill, veturgamlir, hjá Jóni eru efnilegar kindur.
Kaldrananeshreppur. Þar voru sýndir 83 lirútar eða um 30
lirútum fleiri en 1972. Hrútarnir voru svipaðir að þunga og
fyrir fjórum árum, en röðun lakari, enda nú mun fleiri sýndir.
Hrútarnir voru yfirleitt ekki mjög háfættir og þeir beztu
ágætlega gerðir. Veturgamlir lirútar voru eklti holdiniklir, og
talsvert bar á grófri og illhæruskotinni ull. Ljóini, 6 v.
Bjarna Guðmundssonar í Bæ, var beztur af 3 v. og eldri
hrútum, er djásn að gerð, hvað varðar fótstöðu, holdscmi og
ullarfar. Aðrir heztir í þeim aldursflokki voru Bjartur og
Kollur Gests Loftssonar í Vík og Bjartur Ljómason í Bæ. Af
tvævetrum voru heztir Eygli Sigurðar í Klúku, Klaufi Blæs-
son í Odda og Pjakkur Guðbrandar á Bassastöðum. Þokki
Hauks Torfasonar á Drangsnesi frá Kristjáni Loftssyni og
Vinur Blæsson og Hnokki Narfason í Odda voru heztir af
veturgömlum.