Búnaðarrit - 01.01.1952, Page 251
BÚNAÐARRIT
249
þeim haldið undir reynd naut eða naut, sem hafa mikl-
ar líkur til þess að verða I. verðlauna naut, þegar
þau fá aldur til þess. I. verðlaun af II. gráðu fá 40
kýr. Þær eru allar vel byggðar, Iiafa 82.2 stig fyrir
byggingu að meðaltali, eru flestallar af þekktum ætt-
um, en hafa tæplega afkastað eins miklum afurðum
eins og kýrnar, sem fá I. verðlaun með 1. gráðu, enda
margar yngri. Kýrnar, sem fá I. verðlaun al' 2. gráðu,
eru allar ágætar nautsmæður, ef þeim er haldið undir
vel valin naut. I. verðlaun af 3. gráðu l'á 60 kýr. í þess-
uin flokki eru einnig ágætar kýr. Þær hafa fengið að
ineðaltali 80.7 stig fyrir byggingu. En það er miklu
fremur í þessum flokki, sem eitthvað má finna að
kúnum. Þó að einhver kýrin sé ágællega byggð, þá er
hún ef til vill með heldur lág afköst, eða þó að lnin
skili miklum afurðum, þá cr kannske fitan heldur of
lág, cða þó að hún skili miklum afurðum með góðri
mjólkurfitu, þá sé hún ekki nógu vel byggð o. s. frv. En
allar hafa þær einhverja áberandi kosti og hafa því
með góðu nautavali nokkurt kynbótagildi. I. verðlaun
al' 4. gráðu fá 142 lcýr. Þessi hópur hefur fengið 78.0
slig fyrir byggingu. Hér eru þó margar efnilegar ung-
ar kýr, sem ennþá hafa ekki haft tækifæri til að sýna,
hvað í þeim býr. Þá eru hér einnig margar mjög
efnilegar lcýr, sem hafa verið það fá ár á skýrslum,
að varla er hægt að segja, livað í þeim býr. Svo er
einnig þriðji hópurinn, fullreyndar kýr, sem hafa
varla það mikið til að bera, að rétt sé að byggja kyn-
bætur á þeim, þegar á öðru betra er völ.
Tafla II. Skrá yfir I. og II. verðlauna nautin.
1. Repp, f. 10. jan. 1940, Guðmundi, Klul'tuin, Hrunamanna-
hr. Eig. Nf. Hraunghr. F. Gyllir. S.-Seli. Ff. Huppur, Kl.
Mf. Máni, Kl. M. Gullbrá. Mm. Huppa 12. Fm. Gullhrá 23,
S.-Seli. Lýsing: Br., hnifl., liryggur sterkur, malir breiðar,
lieldur liáa tortu, ágætar útl., djúpur, júgurst. ágætt (P. Z.).