Heilbrigðismál - 01.10.1973, Side 22

Heilbrigðismál - 01.10.1973, Side 22
Fróðleiksmolar Dó úr hrœðslu þegar jólasveinninn birtist LÍTIL ítölsk stúlka dó úr hræðslu á aðfanga- dagskvöld, þegar maður, sem var klæddur eins og jólasveinn, barði að dyrum heima hjá henni og ætlaði að færa henni gjöf. Francesca litla Barioli æpti og hné niður, þegar hún sá manninn í gervi jólasveins. Hún var í skyndi flutt á Dolospítalann hjá Fen- eyjum, en lækninum tókst ekki að lífga hana við. Móðir barnsins hafði beðið manninn að búa sig um og koma sem jólasveinn til þess með gjöf. Læknarnir á spítalanum sögðu, að Franc- esca hefði dáið úr hræðslulosti. Barn, sem villtist í illgresisstóði, dó úr hræðslu. Fimm ára gömul telpa, sem átti heima í Birmingham, fór heiman að frá sér og villt- ist í 1 Vl meters háu illgresi. Sahdar Perween fannst dáin í illgresisstóði, sem óx á eyðilegu svæði í tveggja kílómetra fjarlægð frá Balsvallaheiði við Birmingham. Meinafræðingurinn Benjamin Davies sagði að hún hefði dáið úr skyndilegri hemlun flökkutaugarinnar (nervus vagus), sem or- sakaði hjartastöðvun. Astæðuna til þessa taldi hann ofsahræðslu. Spennuna sagði hann sennilega hafa stafað af því, að telpan gat ekki ratað heim gegnum illgresið, sem var hærra en hún sjálf og sá ekki út úr því. 20 Tökum við aðeins lyf samkvœmt settum reglum? Því miður ekki. Við getum leitað til fólks með langa reynzlu, eins og lyfjafræðinga, um minni háttar ráðleggingar; til heimilislækn- anna þegar um meiri háttar leiðbeiningar er að ræða, en þeir geta aftur vísað til sérfræð- inga, sé um eitthvað að ræða, sem þeir kunna ekki full skil á. En alltof oft færum við okk- ur ekki þessa aðstoð í nyt og mörg okkar greinum sjúkdómana sjálf af ónógri þekk- ingu; þyggjum ráðleggingar hjá ólærðu fólki; höldum sum að við vitum betur en læknarnir; forðumst að breyta um lifnaðarhætti eftir því sem nauðsyn krefur; étum, drekkum og vinn- um og leyfum okkur að vænta þess, að þó sjúkdómurinn versni við allt þetta, muni mega bæta hann að fullu með lyfjum einum saman. Er lyfið nauðsynlegt? Þetta er spurning, sem við ættum að spyrja okkur sjálf og lækn- fnn okkar. Síðar, þegar við höfum fengið á- byggilegt og vel hugsað svar, eigum við að haga okkur samkvæmt því. Ekki ólceknandi. Krabbamein er ekki ólæknandi sjúkdómur. Það er alltaf verið að útrýma því. En við- fangsefnið er með eindæmum erfitt. Til þess að leggja þar eitthvað jákvætt til málanna, verða menn að berjast mjög harðri baráttu, og ef menn detta niður á eitthvað jákvætt, FRÉTTABRÉF UM HEILBRIGÐISMÁL

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.