Heilbrigðismál - 01.10.1976, Page 4
Bjarni Bjarnason
F. 29. okt. 1901 D. 23. des. 1975
Formaður Krabbameinsfélags Reykjavíkur 1960— 1966
Formaður Krabbameinsfélags fslands 1966 — 1973
Bjarni Bjarnason læknir var í forustu-
sveit krabbameinssamtakanna hér á landi
frá upphafi og óumdeildur leiðtogi þeirra
um áraraðir.
Við sem vorum nánir samverkamenn
hans á þeim vettvangi vissum hve málefni
krabbameinsfélaganna voru honum hjart-
fólgin og urðum vitni að fágætum áhuga
hans, heilindum og dugnaði.
Nú þegar hann er allur, minnumst við
hans sem hins virta yfirmanns, hins mikla
og heilsteypta persónuleika sem hafinn var
yfir alla smámuni. Við minnumst hans sem
hins glaða og hjálpsama samstarfsmanns
sem miðlaði óspart af þekkingu sinni og
snilli. Við minnumst hans sem hins góða
vinar, hins lítilláta og Ijúfa öðlings sem
vildi öllum vel gera og var öllum trúr. En
efst í huga er þakklæti fyrir að hafa fengið
að kynnast Bjarna lækni og starfa með svo
góðum og göfugum manni.
Starfsfólk Krabhameinsfélaganna.
4
fwttobwf tim beilbwgðismól