Heilbrigðismál - 01.10.1976, Page 5

Heilbrigðismál - 01.10.1976, Page 5
Ólafur Bjarnason: Krabbameinsfélag íslands 25 ára Eftirfarandi grein um starfsemi Krabbameinsfélags íslands er að mestu byggð á erindi sem höfundur flutti á hátiðafundi í tilefni af 25 ára afmœli félagsins, en fundurinn var haldinn í tengslum við aðalfundinn 28. maí. Stofnun Krabbameinsfélags fslands. Fyrst er þess að geta að Krabbameinsfélag íslands var stofnað 27. júní 1951. Að stofnuninni stóðu þrjú krabbameinsfélög, þ.e.a.s. Krabba- meinsfélag Reykjavíkur, félagið Krabbavörn í Vestmannaeyjum og Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar. Á stofnfundinum voru samþykkt lög fyrir félagið og eru þau í meginatriðum þau sömu enn þann dag í dag. Þar segir m.a.: „Virkir félagar eru starfandi krabbameinsfélög hér á landi er skipuð séu eigi færri en 20 meðlimum, starfi í samræmi við lög Krabbameinsfélags íslands og hafi hlotið staðfestingu stjórnar þess. Stofnanir, félög og einstaklingar geta orðið styrktarfélagar þess.“ Um tilgang félagsins segir að hann sé að styðja í hvívetna baráttu gegn krabbameini. Þessum tilgangi hyggst félagið fyrst og fremst ná með því: F Að fræða almenning í ræðu og riti og með kvikmyndum um helztu byrjunareinkenni krabbameins eftir því sem henta þykir. 2. Að stuðla að aukinni menntun lækna í greiningu og meðferð krabbameins. 3. Að stuðla að útvegun eða kaupum á full- komnustu lækningatækjum á hverjum tíma og nægu sjúkrarými fyrir krabbameins- sjúklinga. 4- Að hjálpa krabbameinssjúklingum til þess að fá fullkomnustu sjúkrameðferð sem völ er á, innanlands eða utan. 5- Að stuðla að krabbameinsrannsóknum hér á landi. 6. Að stuðla að stofnun krabbameinsfélaga í bæjum og héruðum landsins og hafa nána samvinnu við þau. Á stofnfundinum var prófessor Níels Dungal kjörinn fyrsti formaður félagsins og var hann Ólafur Bjarnason flytur ræðu sína á hátiðafundi Krabba- meinsfélags íslands. LJósm.: Jens MesandtTSMin. -urrv heilbngðísmói 5

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.