Heilbrigðismál - 01.10.1976, Page 12
Frá hálíftafundi scm haldinn var í tengslum við aðalfund Krahbamcinsfélags fslands í maimánuði. í ræðustól cr Ól-
afur Bjarnason formaður Krabbamcinsfélags íslands. LJósm.: Jens Aiexandersson.
Stærsti tekjuliðurinn hefur þó um allmörg ár
komið frá opinberum aðilum með samþykki Al-
þingis og ríkisstjórnar. Er viðbúið að félags-
stjórnin verði að leita enn frekar á þau ipið á
næstunni ef hin víðtæka starfsemi sem nú er í
gangi á ekki að dragast saman. Dýrtíðarflóðið
hefur að sjálfsögðu komið nálægt garði hjá
Krabbameinsfélagi íslands eins og víðar hér-
lendis undanfarin ár. Treystum við því að heil-
brigðis- og fjárhagsyfirvöld bregðist vel við
málaleitunum okkar nú sem endranær.
Árangur og framtíðaráætlanir.
Að lokum langar mig til að gera tilraun til að
meta að nokkru þann árangur sem orðið hefur af
starfsemi félagsins. Ég gat þess í upphafi að
fræðslustarfsemi Krabbameinsfélags íslands
hefði haft mikil áhrif í þá átt að breyta afstöðu
lækna og almennings til þeirra vandamála sem
hér er um að ræða. Það algjöra vonleysi sem ríkti
þegar minnst var á krabbamein hefur að réttu
lagi breyst verulega. Hér verður þó að hafa í
huga að mjög er misjafnt hve viðráðanlegar
hinar ýmsu gerðir illkynjaðra æxla eru enn þann
dag í dag og í vissum tilfellum er þetta undir
staðsetningu meinanna komið. Þar sem auðvelt
er að ná til meinanna til að greina þau á byrj-
unarstigi er mikils árangurs að vænta og með
bættri tækni hefir verið unnt á undanförnum
árum að ná til fleiri og fleiri staða í líkamanum
þar sem meinin eru greind í byrjunarstigum.
Til þess að slík leit að krabbameini og greining
þess á byrjunarstigi beri góðan árangur verður
að koma til skilningur almennings. Þess vegna er
einnig fræðslustarfsemin svo mikilvæg.
Almenningur hérlendis hefur yfirleitt verið mjög
skilningsríkur gagnvart starfsemi sem þessari
eins og reynslan varðandi holdsveiki, sullaveiki
og berklaveiki hefur sýnt, en tveim fyrri plágun-
um hefur sem kunnugt er verið útrýmt með öllu
úr landinu og svo til fullkominn sigur unnist á
berklaveikinni enda þótt vakandi auga verði að
hafa með þeim sjúkdómi um ófyrirsjáanlegan
tíma.
Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins hafa
unnið ómetanlegt gagn um land allt svo sem
greinilega kom fram í skýrslu yfirlæknis Leitar-
stöðvar B hér í Reykjavík á aðalfundinum í ár.
Á sínum tíma lagði félagið fram drjúgan skerf
að kaupum mikilvægra lækningatækja sem enn
eru notuð í Landspítalanum, þar sem er kobalt-
lækningatækið.
Að verulegu leyti fyrir atbeina Krabbameins-
félags íslands voru frumurannsóknir til grein-
ingar á krabbameini hafnar hér á landi en þær
eru eins og fram hefur komið undirstaða undir
greiningu ýmissa tegunda krabbameins á byrj-
unarstigi.
12
lúUabMt -unv heilbógdismói