Heilbrigðismál - 01.10.1976, Blaðsíða 15
Aðalfundur
Krabbameinsfélags íslands
1976
Aðalfundur Krabbameinsfélags Islands var haldinn 28. maí 1976 í Domus
Medica við Egilsgötu. Fundarstjóri var Helgi Elíasson fyrrverandi frœðslu-
málastjóri og fundarritari var Halldóra Thoroddsen. Fundinn sóttu 26
fulltrúar frá 19 krabbameinsfélögum auk stjórnar Krabbameinsfélags
íslands og starfsfólks þess.
Skýrslur formanns og yfirlækna.
Á fundinum flutti formaður félagsins, próf.
Ólafur Bjarnason, skýrslu um starfsemi þess á
árinu 1975. Skýrslan er birt hér í blaðinu, lítillega
stytt. Einnig fluttu skýrslur Guðmundur Jó-
hannesson, yfirlæknir Leitarstöðvar B, Gunn-
laugur Geirsson, yfirlæknir frumurannsókna-
stofu Krabbameinsfélags Islands og Hrafn
Tuliníus, yfirlæknir krabbameinsskrárinnar.
Urdráttur úr skýrslum þeirra er birtur í þessu
blaði.
Reikningar félagsins.
Fram kom í skýrslu gjaldkera, Hjartar
Hjartarsonar forstjóra, að félagið á í miklum
fjárhagsörðugleikum um þessar mundir.
Rekstrarhalli á árinu 1975 nam 443.632 kr. en á
árinu 1976 erhallinn áætlaðurá milli 8 og9 millj.
kr. Ekki hefur reynst unnt að skapa nýja tekju-
stofna til að vega upp á móti auknum útgjöldum
sem verðbólgan hefur leitt af sér og ríkisframlag
hefur minnkað hlutfallslega í fjórðung þess sem
það var fyrir 12 árum.
Ályktun um hert bann við tóbaksauglýsingum.
Samþykkt var einróma tillaga frá fulltrúum
Krabbameinsfél. Árnessýslu og Krabbameins-
félags Reykjavikur svohljóðandi:
„Aðalfundur Krabbameinsfélags íslands var-
ar eindregið til tilraunúm tóbaksframleiðenda
8í‘ð yfir fundarsal it hátíðafundinum. Á vcggnum sjást upplýsingaspjnld frá krabbameinsfélögunum á Norðurlöndunum cn
sPjÖldÍn voru fyrst sýnd á Ítalíu. I.jósm.: Jens Alcxandcnison.
4mtv heUbtágdismói
15