Heilbrigðismál - 01.10.1976, Síða 20
og fengið bömin sjálf til að koma fram og hvetja
félaga sína til þess að byrja aldrei að reykja. Var
sérstaklega ánægjulegt og athyglisvert að fylgjast
með sjónvarpsþætti sem fluttur var um þessa
starfsemi á s.l. vetri.
6. Frumurannsóknir.
Eins og ég gat um áður hefur yfirlækni
frumurannsóknadeildarinnar verið búin betri
aðstaða í Suðurgötu 22 nú nýlega. Gunnlaugur
Geirsson mun skýra hér á eftir frá starfsemi
þeirrar deildar og mun ég því ekki fara fleiri
orðum um hana í þessari skýrslu.
7. Fjármál.
Gjaldkeri félagsins, Hjörtur Hjartarson for-
stjóri, mun gera grein fyrir reikningum s.l. árs
hér á eftir og fjárhagsstöðunni í dag. Ég mun
hér aðeins drepa á örfáar tölur. Niðurstöðutölur
á rekstrarreikningi eru 19 milljónir 992 þúsund
og hefur hækkun orðið 5 milljónir og 700 þúsund
frá því á síðasta ári. Stærsti tekjuliðurinn er
framlag á fjárlögum sem nam 12 milljónum 550
þúsundum og hefur sá liður nær tvöfaldast frá
árinu áður.
Næst stærsti tekjuliðurinn er árstillög frá
krabbameinsfélögunum sem voru svipuð og árið
áður eða 4 milljónir 527 þúsund krónur. Ber þar
hæst eins og áður af eðlilegum ástæðum framlag
Krabbameinsfélags Reykjavíkur. Gjafir og áheit
námu ásamt sölu minningarkorta um 1.3
millj. kr. Vaxtatekjur voru nær 974 þús. kr.
Að lokum vil ég geta með sérstöku þakklæti
framlags Krabbameinsfélags Austfjarða sem
Þorvarður
Örnólfsson.
gaf Krabbameinsfélagi íslands 100 þúsund
krónur til minningar um Bjarna Bjarnason fyrr-
um formann félagsins. Einnig er ánægjulegt að
þakka virðingarvert framtak listafólks sem efndi
nú ekki alls fyrir löngu til minningartónleika um
þau hjón Regínu Þórðardóttur og Bjarna
Bjarnasonar í Austurbæjarbíó hér i borg. Skyldi
allur ágóði af tónleikum þessum renna til
krabbameinsfélaganna.
Úr skýrslu
Guðmundar Jóhannessonar
yfirlæknis Leitarstöðvar B
Skoðanir á árinu voru alls 10311, þar af 5334 í
Reykjavík, 4428 úti á landi og 549 endurskoð-
anir.
Þegar brjóstaskoðun var tekin upp sem fastur
liður í hópskoðun varð að minnka þann fjölda
kvenna sem skoðaður var daglega. Með þeirri
aðstöðu sem nú er fyrir hendi í Suðurgötu 22 er
þess vegna ekki unnt að ná því marki að skoða
annað hvert ár allar konur á aldrinum 25—59
ára svo sem að var stefnt en fjöldi kvenna á
þessum aldri er um 40 þúsund á öllu landinu.
Við leitarstöð B starfar ein hjúkrunarkona í
fullu starfi og þrjár í hálfu. Auk þess vinna þrjár
stúlkur í hluta starfs við spjaldskrá og síma.
Nokkrir læknar skipta með sér skoðunum.
Frá leitarstöðinni eru farnar skoðunarferðir
víða um land: Á norðanverða Vestfirði, til
Siglufjarðar, til Austurlands, Kirkjubæjar-
klausturs, Víkur í Mýrdal og Vestmannaeyja. Er
komið annað hvert ár á hvern skoðunarstað. Á
Akranesi eru reglulegar skoðanir og þaðan er
skoðað á Vesturlandi, suðurhluta Vestfjarða,
Hólmavík og Hvammstanga. Á Akureyri eru
einnig reglulegar skoðanir og þaðan farið á
Dalvík og Ólafsfjörð. Reglulegar skoðanir eru
auk þess á Blönduósi, Sauðárkróki og Húsavík.
Annast þær læknarnir á þessum stöðum. Enn
fremur er reglubundin skoðun á Selfossi. Allar
þessar hópskoðanir fara fram í samráði og sam-
starfi við krabbameinsfélögin á viðkomandi
stöðum.
20
Itéttabréf 4mtv heilbwgóismól