Heilbrigðismál - 01.10.1976, Page 28

Heilbrigðismál - 01.10.1976, Page 28
Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra ávarpaði fulltrúa á fundi sjöttubekkinga i aprfl. Á myndinni eru einnig Tómas Einarsson kennari f Hlfðaskóla og Guðmundur Magnússon skólastjóri Breiðholtsskóla. LjAsm.: StúdiA Cuúmundar. allar félagskonur innan sambandsins að styðja börnin í viðleitni þeirra. Fulltrúaþing Sambands íslenskra barna- kennara sem haldið var í júnímánuði lýsti yfir stuðningi við „það framtak krabbameinsvarnar- samtakanna á íslandi að kynna fyrir skólanem- endum þær hættur sem heilsu manna stafar af völdum reykinga". Hét þingið á alla kennara, foreldra og aðra uppalendur að styðja þessa starfsemi af heilum hug. Á unglingaregluþingi í sumar voru krabba- meinsfélaginu færðar þakkir fyrir herferð þess gegn tóbaksreykingum og vorþing Umdæmis- stúkunnar nr. 1 fagnaði „þeirri vakningaröldu sem risið hefur í skólum" fyrir forgöngu félags- ins. Síðast en ekki síst ber að geta þess að borgar- ráð Reykjavíkur samþykkti á ráðsfundi 12. maí að lýsa yfir fullum stuðningi við herferðina meðal skólabarna gegn reykingum. Mikið hefur verið spurt um hvort framhald verði á þeirri starfsemi sem hér um ræðir og hvort ekki megi vænta herferðar gegn tóbaks- neyslu meðal æskufólks úti á landsbyggðinni. Hvað Krabbameinsfélagið snertir er svarið játandi. Félagið hyggst láta í té það frumkvæði og þá aðstoð sem frekast er kostur til þess að sú hreyfing sem vaknaði meðal 12 ára barna í Reykjavík og nágrenni s. 1. vetur og vor fari um landið allt og verði að óstöðvandi afli sem brjóti reykingatískuna á bak aftur. Að fenginni reynslu skal fullyrt að börnin skortir hvorki áhuga né vilja til að sameinast um þetta markmið. Hvað sem öðru líður hlýtur framtak þeirra að hafa heillavænleg áhrif sem trúlega munu ekki einskorðast við minnkandi tóbaksneyslu. Komi að auki til nógu öflugur stuðningur fólksins í landinu og þeirra opinberra yfirvalda og stofnana sem er málið skylt — þá er fyrsta reyklausa kynslóðin senn í sjónmáli. Þ. Ö. 28 Uittabtil -um- ■haillw4gðÍ8móJ-

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.