Heilbrigðismál - 01.09.1984, Qupperneq 16

Heilbrigðismál - 01.09.1984, Qupperneq 16
Krabbamemsfélagið / Ljósmyndannn Hús Krabbamemsíélagsins vígt með viðhöfn Á annað þúsund manns komu í húsið helgina 31. ágúst til 2. september Föstudaginn 31. ágúst var haldin virðuleg vígsluhátíð í hinu nýja húsi sem Krabbameinsfélagið hefur eignast að Skógarhlíð 8 í Reykjavík. Athöfnin hófst með ávarpi formanns Krabbameinsfélags íslands, dr. Gunnlaugs Snædal yfirlæknis. Síðan flutti heilbrigðisráðherra, Matthías Bjarnason, árnaðaróskir stjórn- valda. Þá rakti formaður bygginganefnd- ar hússins, Gunnlaugur Geirsson yfirlæknir, sögu byggingafram- kvæmdanna og lýsti húsinu. Sagði hann að árið 1980 hafi verið áformað að byggja við húseignir félagsins í Suðurgötu, en í ljós hefði komið að nægilegt rými fékkst ekki þar. Því var sótt um lóð sem Reykjavíkur- borg úthlutaði félaginu vorið 1981 við Hvassaleiti. Horfið var frá því að byggja þar þegar þetta hús við Skóg- arhlíð bauðst félaginu í árslok 1982, sem næst tilbúið undir tréverk. Vinna við innanhúsfrágang hófst í desember 1983 og flutt var í húsið í lok ágúst 1984. Þær þrjár hæðir sem nú voru teknar í notkun eru um 1600 fermetrar að flatarmáli, en húsið allt um 2600 fermetrar. Byggingakostn- aður nemur nú 47 milljónum króna, og hefur hann þá ekki verið fram- reiknaður til núgildandi verðlags. Dr. Jón Þór Þórhallsson, forstjóri SKÝRR, greindi því næst frá tölvu- gjöf til Krabbameinsfélagsins og Ottó A. Michelsen afhenti formanni félagsins lista með nöfnum gefend- anna. Síðan flutti Vigdís Finnboga- dóttir, forseti íslands, ávarp og vígði húsið. Tveir fulltrúar frá krabba- meinsfélögunum á hinum Norður- löndunum, Ottar Jacobsen frá Nor- egi og Niilo Voipio frá Finnlandi voru viðstaddir vígsluna og fluttu ávörp. Þeir sögðu m.a. að aðrar þjóðir gætu lært mikið af baráttu íslendinga gegn krabbameini, og vænst væri mikils af því starfi sem Krabbameinsfélagið stefndi að í þessu húsi. Athöfninni lauk með því að Pétur Sigurgeirsson, biskup íslands, bless- aði húsið og búnað þess, starfsemina og starfsfólkið. Kynnir á vígsluhátíð- inni var Sigurður Björnsson læknir. Þess má geta að Krabbameinsfé- laginu bárust margar góðar gjafir í tilefni vígslunnar. Aðalfundur Krabbameinsfélags íslands var haldinn í hinu nýja húsi laugardaginn 1. september. Mættir voru fulltrúar frá 14 aðildarfélögum, auk gesta, alls um fimmtíu manns. Nú eru um tíu þúsund manns í þeim félögum sem eiga aðild að Krabba- meinsfélagi íslands. í skýrslu formanns félagsins, dr. Gunnlaugs Snædal, kom fram að starfsemi félagsins síðustu misseri hefur mótast mjög af byggingafram- kvæmdunum. Reynt var að halda starfseminni sem mest í fyrra horfi en ekki var unnt að taka upp nýja starfshætti eða starfsþætti. Hið nýja hús gjörbreytir möguleikum félags- ins. Formaðurinn sagði að ýmissa breytinga væri að vænta á næstunni. Um þriðjungur af tekjum félags- ins kemur af happdrætti, tæpur þriðjungur er ríkisframlag en að 16 HEILBRIGÐISMÁL 3/1984

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.