Heilbrigðismál - 01.09.1984, Síða 18

Heilbrigðismál - 01.09.1984, Síða 18
Krabbameinsfélagið / Ljósmyndaimn Okkur öllum til framtíðarheilla Ávarp Vigdísar Finnbogadóttur forseta íslands Hverja stund sem við lifum verður að hugsa fyrir framtíðinni, og helst af stórhug. Sé hugsað smátt gerist fátt og lítill verður andlegur eða ver- aldlegur auður að miðla af, þegar tíminn líður með okkur sjálfum á æviskeiði og þá jafnframt inn í ævi- skeið annarra og nýrri manna. Besti minnisvarði sérhvers manns er að hafa þorað að hugsa í víddum sem ef til vill sjást ekki innan eigin sjónmáls, í víddum sem einhvern tíma nást og verða að sjálfsögðum sjóndeildarhring. Leit mannsins að þekkingu er eðli hans sjálfs. Hversu oft í mannkynssögunni hefur einmitt sú leit orðið að nýrri og víðtækari þekk- ingu og aldrei má gleyma því að með og í henni felst öryggi. Það vitum við öll sem stöndum hér nú í nýju húsi Krabbameinsfélags íslands, sam- huga um að afla enn víðtækari þekk- ingar á sjúkdómi og árangursríkra ráða til lækninga. Við sfefnum að því marki að geta hrist af okkur ótt- ann við að óttast hann og öðlast öryggi þekkingarinnar. Við erum hér vitni að stórhug sem hefur borið árangur á ótrúlega skömmum tíma, stórhug þjóðar sem með átaki safnaði fé til að eignast þetta hús til vísindalegra rannsókna og ennfremur stórhug og árvekni nokkurra einstaklinga — innlendra og erlendra — sem gengið hafa fram fyrir skjöldu og fært þessari vísinda- stöð gjöf sem seint verður full- þökkuð og aldrei ofmetin. Því hver veit nema að einmitt fyrir þessar gjafir verði í þessu sérstaka húsi unnt að finna lausnir sem koma öllu mannkyninu til góða. Mér er ljúft að lýsa því yfir að starfsemi Krabbameinsfélags íslands er hafin í nýju húsi þess við Skógar- hlíð í Reykjavík, húsinu sem þjóðin gaf sjálfri sér, okkur öllum til fram- tíðarheilla. Forseti íslands kemur í hið nýja hús Krabbameinsfélagsins. Með Vigdísi eru Gunnlaugur Snædal formaður Krabbameinsfélags Is- lands og sonardætur hans. 18 HEILBRIGÐISMAL 3/1984

x

Heilbrigðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.