Heilbrigðismál - 01.09.1984, Qupperneq 21

Heilbrigðismál - 01.09.1984, Qupperneq 21
Á hverju ári deyja um og yfir 300 manns úr krabbameini, en um 600 ný tilfelli eru skráð. Upplýsingar Krabbameinsfélagsins sjálfs sýna að nýgengi brjóstakrabbameins hefur aukist síðustu þrjátíu ár, hins vegar hefur nýgengi og dánartíðni legháls- krabbameins lækkað mjög verulega, sem rennir sterkum stoðum undir gagnsemi þeirrar sjúkdómaleitar sem Krabbameinsfélagið hefur rek- ið. Á síðustu árum hefur af hálfu ríkisvaldsins verið reynt að bæta að- stöðu til krabbameinsmeðferðar. Hefur verið gert átak til að koma upp meðferðaraðstöðu á Landspít- ala sem er í líkingu við það sem annars staðar gerist. Deild með sér- stökum yfirlækni hefur verið stofnuð vegna þessa verkefnis, en það skortir bæði húsnæði og tækjabúnað til að deildin geti verið rekin með þeim krafti og af þeim myndarbrag sem þarf. Vissulega eru ekki allir sannfærðir um að krabbameinsmeð- ferðin skili þeim árangri sem til er stofnað. Eins og er er það sú eina leið sem við þekkjum til að berjast Eitt af listaverkunum sem prýða nýja húsið. við sjúkdóminn þegar hann er kom- inn. Víða í heiminum er nú spurt hvar lausnarorðið liggi í sambandi við krabbamein og ntargar getgátur eru á lofti. Við höfum ekki getað lagt mikinn skerf í þær rannsóknir, en ég tel að sú rannsóknarstarfsemi sem fram hefur farið á Rannsóknastofu Háskólans í frumulíffræði á eðli illkynja ástands krabbameinsfrumna sé þess háttar að hana eigi að styðja, því til mikils er að vinna sé lausnar- orðið þar. Margir telja að með ákveðnu for- varnarstarfi sé hægt að seinka til- komu krabbameins, eða ef til vill fyrirbyggja það, og því hefur Al- þjóða heilbrigðismálastofnunin tek- ið þetta mál upp sérstaklega í sam- vinnu við nokkrar þjóðir, þar á nteðal ísland. Fyrr á þessu ári und- irritaði ég samning við Alþjóða heilbrigðismálastofnunina um þátt- töku íslands og samvinnu við stofn- unina um forvarnarstarf vegna lang- vinnra sjúkdóma. Hér er um að ræða verkefni sem spannar ekki aðeins yfir það svið, sem Krabbameinsfélag íslands hefur fengist við heldur einnig yfir fleiri sjúkdómasvið. Vill Alþjóða heil- brigðismálastofnunin með þessu nýja verkefni kanna hvort forvarnar- starf á í framtíðinni að beinast að einstökum sjúkdómum eða sjúk- dómaflokkum. Ráðuneytið hefur þegar leitað samvinnu við Krabba- meinsfélag fslands í þessu máli og væntir það góðs af því samstarfi. Hér er að sjálfsögðu um langtímamark- mið að ræða og verður að koma til samvinna fjölmargra aðila til þess að sá árangur náist sem til er ætlast. Ég óska Krabbameinsfélagi ís- lands til hamingju með þessi glæsi- legu nýju húsakynni og ég óska starfsfólki félagsins til hamingju með gjörbreytta starfsaðstöðu. Ég vænti þess að sú góða samvinna sem verið hefur milli heilbrigðisyfirvalda og Krabbameinsfélagsins haldist, því vissulega vinnunt við öll að sama markmiði. Krabbameinsfélagið ræður forstjóra Dr. G. Snorri Ingimarsson læknir hefur verið ráðinn for- stjóri Krabbameinsfélags ís- lands. Hér er um að ræða nýja stöðu sem stjórn félagsins taldi nauðsynlegt að stofna til vegna aukinna umsvifa. Verkefni for- stjóra eru m.a. yfirstjórn og samhæfing núverandi starfs- deilda og væntanlegra deilda, yfirumsjón með vísindalegum verkefnum, stefnumörkun um verkefnaval félagsins, gerð fjárhagsáætlunar og ársskýrslu svo og stjórn tölvudeildar. Snorri lauk læknanámi frá Karolinska læknaháskólanum í Stokkhólmi árið 1976 og varði doktorsrit við sama háskóla árið 1980. Hann hlaut viður- kenningu sem sérfræðingur í krabbanteinslækningum í Sví- þjóð og á ístandi árið 1982. Snorri starfaði á geislalækn- ingadeild Röntgendeildar Landspítalans frá 1982 til vors 1984. Jafnframt vann hann að verkefnum fyrir Krabbameins- félagið og var í framkvæmda- nefnd Landsráðs gegn krabba- meini. Síðustu mánuði hefur hann starfað við Karolinska sjúkrahúsið í Stokkhólmi og var útnefndur dósent við há- skólann þar í haust. Eiginkona Snorra er Kolbrún Finnsdóttir og eiga þau tvö börn. HEILBRIGÐISMAL 3/1984 21

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.