Heilbrigðismál - 01.09.1984, Side 22

Heilbrigðismál - 01.09.1984, Side 22
KRABBAMEINSFÉLAGIÐ / Hafstemn Guðmundsson Krabbameinsfélagið á allt gott skilið Rætt við Ottó A. Michelsen Viðmælandi okkar hefur mikið komið við sögu Krabbameinsfé- lagsins síðustu tvö árin. Hann gegndi veigamikilli stöðu í þjóðarsöfnun- inni haustið 1982, var upphafsmaður fyrirtækjasöfnunar sem hófst í Iok þess árs og átti hugmynd að tölvu- gjöf til Krabbameinsfélagsins 1984. Þessi maður, Ottó A. Michelsen fyrrverandi forstjóri IBM á íslandi, féllst á að ræða um tengsl sín við Krabbameinsfélagið. Ottó er löngu kunnur fyrir störf sín að félagsmálum, ekki síst á vett- vangi kirkjunnar. En hvernig hófst þátttaka hans í baráttunni gegn krabbameini? Þegar Krabbameinsfélagið boðaði fulltrúa sextíu félagasamtaka til stofnfundar Landsráðs gegn krabba- meini, í maímánuði 1982, mætti ég á þann hátíðlega fund sem stjórnarfor- maður Hjálparstofnunar kirkjunnar. Ég var því nokkuð kunnugur bar- áttumálinu þegar einn úr fram- kvæmdanefnd Landsráðsins, Þor- steinn Þálsson alþingismaður, hring- di í mig í ágústmánuði, en þá var ég staddur á Sauðárkróki. Hann fór þess á leit við mig að ég yrði í for- svari fyrir söfnunarstarfinu í höfuð- borginni, og féllst ég á það. Óhætt er að segja að það hafi verið bjartsýnn og dugandi hópur sem valdist í Reykjavíkurnefndina. Með aðstoð þúsunda karla og kvenna tókst að safna í höfuðborg- inni 4,5 milljónum króna af þeim 13 milljónum sem söfnuðust alls hinn 30. október 1982. Hvenær fæddist hugmyndin um sérstaka söfnun meðal fyrirtækja? Að lokinni vel heppnaðri lands- söfnun færði ég þessa hugmynd í tal við nokkra kunningja mína. Sigurð- ur Helgason forstjóri Flugleiða var svo vinsamlegur að veita forystu nefnd valinkunnra manna sem tóku þetta verk að sér. Hér er ekki ástæða til að rekja starf nefndarinnar nánar, en á nokkrum mánuðum var safnað 6,7 milljónum króna meðal fyrir- tækja og félagasamtaka. Þessi fjár- hæð var afhent Krabbameinsfé- laginu í júlí 1983 við athöfn í húsinu sem félagið hafði þá nýlega fest kaup á. Hús þetta, að Skógarhlíð 8, var annað af tveimur húsum sem við Þorsteinn ræddum um að gætu verið hentug fyrir félagið, þegar hann hringdi í mig sumarið 1982. Þá var stefnt að nýbyggingu við Hvassaleiti, en það er skemmtileg tilviljun að félagið skuli einmitt hafa fest kaup á þessu húsi. Ég tel það hafa verið vel ráðið. Hvað um þátt þinn í tölvugjöf til Kra bbameinsfélagsins ? Gunnlaugur Geirsson, yfirlæknir Frumurannsóknastofu Krabba- meinsfélagsins, kom að máli við mig haustið 1983 og ráðfærði sig við mig um nokkur atriði vegna erindis sem hann átti að flytja í Mexíkó. Þá gerði ég mér grein fyrir því hve gífurlega verðmætum upplýsingum hefur ver- ið safnað hjá Krabbameinsfélaginu síðustu áratugi. Ég leitaði ráða hjá Jakob Sigurðssyni, forstöðumanni tölvudeildar Flugleiða og síðan bættist dr. Jón Þór Þórhallsson for- Qefend ur töR’ub'Cmacíar Jt$ci6bamd usfc [aqs]s faríðs jlpplící Dota ‘ÍGcardi.'B.iióarikjuniini (Bankcmc> EDB Ccntr.il DJunið'rlai ‘BrownsOpemting Systrm 5<ni(« Eiuilniici ‘Bmnal'ola/cl.iii bl.niðs 'FímsL’ípa/cl.iii ísl.nDs ílðiiy ‘TraJiiiij cVinoitm' ‘Erlcsscn tnformalm Systtin S'víþjéd Tluglddir CþsliJ. JdmsciL llciitiilishrlíi I.Talituson I BM i islandi Jvristj.in 0.5k.iiifíör? „A'lVótÖltlJll JVorJic CompufcrConsultintj.TaniitMii OltóAJMiclidscu ‘TtaðíóbúÖiii ianibarib íslcnskra 5ainvinimfil<u!.i ijócátrvcjgiiicjifil.uiíslaiDs dkýrsluvcl.tr rikisins og Kcyk’javílciirborp.ii' Softwre ACr 'þvslc.ilattDi 5farfsincnii tíbuMlðar I B.kf 'Tc’pJata.’T'.iiinuVku órfölvtitai’ni 22 HEILBRIGÐISMÁL 3/1984

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.