Heilbrigðismál - 01.09.1984, Side 24

Heilbrigðismál - 01.09.1984, Side 24
Nikótín - ávanaefnið í tóbaki Grein eftir dr. Þorkel Jóhannesson Nikótín finnst í tóbaksplöntunni, Nicotiana tabacum, er upphaflega óx í Ameríku. Það var fyrst einangr- að úr tóbaki á fyrri hluta 19. aldar. í hreinu formi er nikótín vökvi. Nikó- tínið og sölt þess eru með eitruðustu efnum er þekkjast. Þegar Kólumbus og félagar hans komu til eyjanna í Karabíska hafinu árið 1492, sáu þeir Indíána reykjandi tóbak. Slíkt var þá Evrópubúum al- gerlega óþekkt sjón. Talið er að Indíánar hafi þekkt flest eða öll af- brigði tóbaksnotkunar nema að reykja sígarettur, en þær eru háþró- uð iðnaðarframleiðsla er fyrst tíðk- aðist á öldinni sem leið. Á 16. öld var tóbaksplantan (og tóbak unnið úr henni) einkum notuð til lækninga. Félagsleg notkun tó- baks (reyktóbaks, neftóbaks eða tuggutóbaks) hófst ekki fyrr en um 1600 og ekki að marki fyrr en á 17. og 18. öld. Með tilkomu sígaretta á síðustu öld og gylliauglýsinga fram- leiðenda óx útbreiðsla tóbaks að mun. Síðan hefur tóbak farið mikla sigurför um heiminn og lagt mikinn hluta mannkyns að fótum sér og það þrátt fyrir þá staðreynd, að með boðum og bönnum var víðast hvar leitast við að hefta útbreiðslu þess. Fyrst fyrir um það bil þrjátíu árum tóku læknar að gefa skaðsemi tóbaks verulegan gaum og nokkru síðar að vara alvarlega við notkun þess. Má segja, að nú hafi hægt á framsókn þess. Fjarri fer þó, að tóbaksvörnum hafi verið snúið í sókn enn sem kom- ið er. I tóbaki og tóbaksreyk koma fyrir, auk nikótíns, samtals nokkur þús- und cfni, er ýmist hafa verið í tó- baksplöntunni eins og hún var upp- skorin, verið bætt í tóbak við fram- leiðslu eða myndast við bruna á því, við tóbaksreykingar. í reyktóbaki er venjulega 1-2% nikótín (ein síga- retta inniheldur þannig 15-20 mg af nikótíni). Einn tíundi hluti nikótíns í tóbaki eða minna (1 mg eða minna úr hverri sígarettu) skilar sér í reyknum niður í lungu og inn í blóð þess er reykir (á fáeinum sekúndum berst nikótín frá lungum inn í blóð- braut og þaðan til heila). Er magn þetta nokkuð breytilegt eftir því hvernig reykt er. Af þessu má Ijóst vera, að nikótín er einungis lítill hluti tóbaks. Engu að síður er ein- sýnt, að án nikótíns þætti tóbak lítt eftirsóknarvert og fæstir myndu leggja á sig að reykja það. Nikótín er þannig bein forsenda þess, að tóbak er reykt eða notað á annan hátt. Önnur efni í tóbaki skipta þó veru- legu máli, þar eð reykingamenn verða að neyta þeirra með nikótíni, hvort sem þeim líkar betur eða verr. Nikótín frásogast mjög vel frá slímhúð (t.d. í munni og berkjum), en illa frá maga. Pað frásogast einnig vel, ef það er gefið í vöðva eða undir húð. Ef mönnum eða tilraunadýrum er gefið nikótín með einhverjum fyrrgreindum hætti í hæfilegum skömmtum (0,5-2 mg), má greina verkun á mörg líffæri og líffærakerfi, sem venjulega stendur stutt. í heild má segja, að í þessum skömmtum sé verkun nikótíns fyrst of fremst að rekja til örvunar á bæði miðtauga- kerfi og úttaugakerfi. Eftir fyrrnefnda skammta nikótíns verður hjartsláttur hraðari, æðar dragast saman (ekki síst í húð og innyflum) og blóðþrýstingur hækk- ar. Munnvatnsrennsli eykst og slím- rennsli í nefi og berkjum. Samdrátt- ur í innyflum eykst og niðurgangur getur komið fyrir. Saltsýrumyndun í maga eykst nokkuð. Öndun örvast og sömuleiðis svokölluð uppsölu- miðstöð í heilastofni (frumuhópar neðarlega í heilastofni, sem ýmis lyf verka á og leiðir til uppkasta eða klígju). Gefið í þessum skömmtum kann nikótín og að valda titringi. Þá dregur nikótín úr þvaglátum og trufl- ar efnaskipti fitu. Flestum mun finn- ast (a.m.k. vönum reykinga- mönnum) að nikótín í litlum skömmtum dragi úr syfju, auðveldi þeim að hugsa og leysa verkefni og gefi þeim vissa vellíðan. Sumir vanir reykingamenn munu og halda því fram, að þeir verði varir við allt þetta jafnframt bví sem friður og ró færist yfir þá. Ef stærri skammtar nikótíns eru gefnir (5 mg) ber meira á flestum fyrrnefndum einkennum. Myndi þá vera talað um bráða eitrun (væga) af völdum nikótíns. Væg eitrunareinkenni kunna þó að koma fyrir eftir minni skammta. Ef enn stærri skammtar (10 mg) væru gefnir, færi að bera á ýmsum löm- unareinkennum. Banvænn skammt- ur nikótíns er 50 mg (2-3 dropar af hreinu nikótíni). Dauði er af völdum lömunar í þind og rifjavöðvum og öndunarstöð í heilastofni. Eitrun getur borið mjög brátt að og leitt skjótt til dauða. Nikótín er lítillega notað sem lyf gegn plöntusjúkdómum og all- nokkuð við tilraunir. Annars er hreint nikótín mjög lítið notað. 24 HEILBRIGÐISMÁL 3/1984

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.