Heilbrigðismál - 01.12.1984, Blaðsíða 21

Heilbrigðismál - 01.12.1984, Blaðsíða 21
hafa aðstöðu. I sínum einfaldleika eru þessi hús oft mjög falleg. Ef heilsuliðinn eða nærkonan geta ekki leyst úr vandanum vísa þau sjúkl- ingnunt til næstu heilsugæslustöðvar, þar sem hjúkrunarfræðingar og/eða læknar starfa. Heilbrígðisþjónustan að öðru leyti? 1 landinu eru fá stór sjúkrahús. Þau eru í fremur lélegum húsakynn- um og tækjabúnaður þeirra og rann- sóknaraðstaða í lágmarki. Það veld- ur líka erfiðleikum hve fáir innfæddir læknar eru í landinu, eða um 35. Þeir eru langflestir nýútskrif- aðir, með litla starfsreynslu og að sjálfsögðu án sérmenntunar. Þessir ungu læknar fá gjarnan mikilvægar stöður á sjúkrahúsunum. Staða þeirra er því oft erfið og ábyrgðin mikil. Auk innfæddra lækna eru nokkrir tugir erlendra lækna af ýms- um þjóðernum. Er mikið leitað til töfralœkna? Því er ekki að neita að margir leita með kvilla sína til manna sem okkur er tamt að nefna töfralækna. Stað- Hrísgijónin eru aðalfæða íbúanna. An þeirra verður enginn saddur í Guinea-Bissau. Konumar gegna miklu hlutverki við sáningu og uppskeru. reyndin er sú að þeir hafa mikla þekkingu á ákveðnum sjúkdómum, t.d. geðsjúkdómum. Alþjóða heil- brigðismálastofnunin hefur og hvatt „menntað" heilbrigðisstarfsfólk til samvinnu við þessa „skottulækna". Víða í þróunarlöndum virðist brjóstagjöf á undanhaldi. Er eins ástatt í Guinea-Bissau? Nei. Það vekur athygli að mæð- urnar hafa börn sín á brjósti í tvö til þrjú ár, enda verður að fá lyfseðil til að geta keypt þurrmjólk eða pela. Því er þó ekki að neita að nokkur hætta er á ferðum meðal betur menntaðra mæðra sem gjarnan leggja mikið upp úr því að „fylgjast með“, en gefa um leið slæmt for- dæmi. Því beinist starf okkar að því að hefta útbreiðslu pelans. Er næringarástandið viðunandi? Þegar brjóstagjöf sleppir koma oft fram næringarvandamál. Byggist það oftast á því að börnin byrja of seint með aðra fæðu. Er oft gefið of lítið af henni og of sjaldan, og hún er of orkurýr. Kemur þetta fram í hömluðum vexti, mest á aldrinum frá eins til þriggja ára. A sama tíma og vestrænar þjóðir reyna að fá þegna sína til að borða minna þá er vandamálið í Guinea- Bissau oft það að fólk borði meira og nýti það hráefni sem til staðar er á sem bestan hátt. Öll fræðsla um heppilegar matar- venjur ungbarna er þó mjög erfið, m.a. vegna þess hve fáir kunna að lesa. Reyndar veldur léleg lestrar- kunnátta ýmsum erfiðleikum í starfi, m.a. við úthlutun lyfja. Það er viðurkennd staðreynd að alls staðar er erfitt að breyta neyslu- venjum fólks. Sannast það ef til vill best með hóflegum árangri okkar íslendinga í baráttunni gegn offitu og tóbaksreykingum, a.m.k. til skamms tíma. Hjá okkur er þó ekki við ólæsi eða menntunarskort að sakast! Lifir fólk lengi í Guinea-Bissau? Meðalævilengdin er 37-39 ár, um 20% barnanna deyja á fyrsta ári og allt að 50% fyrir 5 ára aldur. Að sumu leyti minna þessar tölur á heil- brigðisástandið hér á landi fyrir einni öld. Kemur ekki menningarástandið spánskl fyrir sjónir? Jú, vissulega er samfélag Guine- anna um margt öðruvísi en við eigum að venjast á íslandi. Áber- andi er að mikil virðing er borin fyrir eldra fólki og margir verða undrandi þegar þeir frétta hvernig íslendingar Móðir með bam sitt í Lugadjole. Fyrstu æviárín em bömin borin um allt á baki móðurinnar. HEILBRIGÐISMAL 4/1984 21

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.