Heilbrigðismál - 01.12.1984, Blaðsíða 22

Heilbrigðismál - 01.12.1984, Blaðsíða 22
leysa mál aldraðra með því að safna þeim inn á stofnanir. Er fólk hittist á förnum vegi er það nánast regla að spurt er um hvernig fjölskyldan hafi það og hvernig heilsan sé. Fyrr er ekki byrj- að á samræðum. Flestir leggja mikið upp úr snyrtilegum klæðaburði og hreinasta unun er að sjá fólk koma úr sínum hefðbundnu leirhúsum í hreinum hvítum fötum. Trúarlíf Guineanna er einnig at- hyglisvert. Flestir eru á kafi í nokk- urs konar „spíritisma" og hafa góð sambönd við ýmiss konar anda í stokkum og steinum. Múhameðstrú er all útbreidd, en ber þó ýmis sér- kenni afrískra hefða. Lítill hópur landsmanna telur sig kristinn. Um- Skráning þyngdar er eitt af lykilat- riðum i ungbamaeftirliti. Hér er vigtin hengd upp i tré í þorpi í nágrenni Bissau. Skólinn er í bak- sýn. burðarlyndi gagnvart mismunandi siðum og trúarbrögðum virðist þó mikið. Það vekur athygli að mikið er um að menn reyki sígarettur, sérstak- lega þeir betur menntuðu. Er það nánast sem stöðutákn og merki þess að fólk sé að brjótast undan alda- gömlum hefðum. Eru margir sem nú óttast að lungnakrabbameinið verði næsti faraldur þróunarlandanna. Verður að segjast að framleiðendur sígaretta gera sitt til að slíkt gangi fram. í>ví er ekki að neita að mörg eru vandamálin í landi sem búið hefur við fimm hundruð ára nýlendustjórn lands, Portúgals, sem sjálft á við ýmis vandamál að stríða. Vonir eru þó bundnar við að smám saman tak- ist að sigrast á erfiðleikum líðandi stundar. Þó er augljóst að það tekur Guinea-Bissau mannsaldur ef ekki mannsaldra að manna hinar ýmsu lykilstöður samfélagsins með vel menntuðu fólki. Hvernig liefur þér líkað að starfa meðal fólks sem okkur vesturlanda- búum hœttir til að líta niður á? Mér hefur líkað mjög vel að starfa í Guinea-Bissau. Starfið er skemmti- legt, verkefnin óþrjótandi og auð- velt að láta þau ná tökum á sér. Fólkið sem þarna býr er mjög vin- gjarnlegt. Starfið hefur opnað mér nýjar víddir og ég skil betur en áður um hvað læknisfræðin snýst fyrir meiri- hluta mannkynsins. Einnig tel ég mig skynja betur en áður gildi fyrir- byggjandi starfs. Það er leiður misskilningur sem stundum ber á að íbúar þróunarland- anna séu annars flokks fólk og læknisfræðin sem þar er stunduð sé af sama sauðahúsi. Híns vegar verð- ur að hafa það í huga að þar henta ekki sömu lausnir og í iðnríkjunum. Telur þú, Geir, að íslendingar œttu að leggja meira að mörkum til þróunarhjálpar, t.d. á sviði heil- brigðismála? Já, enn skortir mikið á að einu prósenti af þjóðarframleiðslunni sé varið til aðstoðar við þróunarlöndin, eins og Sameinuðu þjóðirnar hafa hvatt iðnríkin til að gera. Viö verð- um þó að gera okkur grein fyrir því að gott heilbrigði fæst ekki eingöngu með því að efla heilsugæslu, ef efna- hagsástand, menntun og aðbúnaður eru óviðunandi. Því verðum við að taka á með þróuðum þjóðum að hjálpa þessu fólki til að hjálpa sér sjálft. Hins vegar höfum við nokkra sér- stöðu á sviði heilbrigðismála. Þjóð sem býr við hæstan meðalaldur og lægsta barnadauða í heiminum hlýtur að hafa eitthvað að gefa öðr- um. Við eigum að stefna að því að senda fleiri starfsmenn íslensku heilbrigðisþjónustunnar til starfa í þróunarlöndum. Þannig getum við lagt öðrum þjóðurn lið og kennt okk- ar fólki að bera meiri virðingu fyrir þeim fjármunum sem veittir eru til þessara mála. Síðast en ekki síst ber okkur að stuðla að hinu yfirlýsta markmiði Sameinuðu þjóðanna að allir þegnar heimsins megi búa við sem besta heilsu um næstu aldamót. -jr■ Allar myndimar em úr safni Geirs Gunnlaugssonar og Jóninu Einars- dóttur. Bömin í höfuðborginni, Bissau, em ekki öll af sama kynstofni. Sum em dekkri á hörund en önnur. 22 HEILBRIGÐISMÁL 4/1984

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.