Heilbrigðismál - 01.12.1984, Blaðsíða 28

Heilbrigðismál - 01.12.1984, Blaðsíða 28
Rannsóknir í heilsugæslu: Heilsufar miðaldra kvenna Grein eftir dr. Jóhann Ág. Sigurðsson Miklar framfarir hafa orðið í rann- sóknum í heilsugæslunni. Þar er þó geysimargt ókannað. Stuðst er við margs konar rannsóknaraðferðir og er faraldsfræði ein þeirra. Með slík- um rannsóknum er hægt að fá gagn- legar upplýsingar um almennt heilsufar fólks, tíðni ýmissa sjúk- dóma, eða byrjunareinkenni þeirra. Rannsóknir þessar geta því verið mjög gagnlegar, einkum fyrir heim- ilislækna og annað heilbrigðisstarfs- fólk sem stundar fólk utan sjúkra- húsa. Hér á eftir verður greint frá hóprannsóknum á miðaldra konum í Gautaborg og sambærilegum athug- unum. Verður einkum fjallað um blóðleysi, fitudreifingu og sökkmæl- ingu. Rannsóknin hófst árið 1968 og voru þá í upphafi skoðaðar 1462 konur í fimm mismunandi aldurs- hópum (38, 46, 50, 54 og 60 ára). Urtakið var valið með tölfræðilegum aðferðum og þessir hópar taldir marktækir fyrir konur á svipuðum aldri á öllu svæðinu. Athugaðir voru félagslegir, sálfræðilegir og heilsu- farslegir þættir. Konunum var fylgt eftir í 12 ár með reglubundnum skoðunum og skráningu á dánaror- sökum hefur verið haldið áfram yfir 15 ár. Niðurstöður þessarar rannsóknar hafa þegar verið birtar í meira en 200 vísindagreinum og 12 doktorsrit- gerðum. Rannsókn þessi hefur frá upphafi verið undir umsjón Calle Bengtsson prófessors. Tveir íslend- ingar, er stunduðu sérnám í heim- ilislækningum í Gautaborg, tóku þátt í rannsókninni. Blóðleysi Umfangsmiklar rannsóknir frá 1962 sýndu að 25-30% kvenna á aldrinum 16—46 ára mældust lágar í blóði, eða eins og nefnt hefur verið hér á landi þjáðust af blóðleysi (hemoglobin undir 120 grömmum í lítra). Orsök þessa blóðleysis var í flestum tilvikum járnskortur, sem einkum stafaði af óvenju miklum tíðablæðingum. í hóprannsókninni 1968-69 kom hins vegar í ljós að algengi blóðleysis var aðeins 5%. Framhaldsrannsókn- ir sýndu að orsakir þessara breytinga voru meðal annars: Aukin neysla á járnríkri fæðu, aukin C-vítamín notkun (það eykur frásog járns eða nýtingu þess úr fæðunni í líkaman- um), aukin notkun getnaðarvarnar- pillunnar (við það minnka venjulega blæðingar) og aukin notkun á járnlyfjum, m.a. á meðgöngutíma. Árin 1980 og 1981 varð aftur vart við aukna tíðni blóðleysis hjá konum frá 35 ára til 50 ára. Skýringin er talin vera sú að konur á þessum aldri nota gjarnan lykkjuna sem getnaðarvörn, en þá verða tíðablæðingar meiri. Offita Of mikil fitusöfnun á sér stað í líkamanum þegar orkuneyslan úr fæðunni verður meiri en heildar- brennslan sem þarf til nauðsynlegra efnaskipta, vinnu og hreyfingar. Vit- að er að náið samband ríkir milli offitu og sálræns og líkamlegs heilsu- fars. Umfangsmiklar athuganir voru því gerðar á þessum sænska úrtaks- hópi varðandi mataræði, fituefna- skipti og heilsufar. Miðað við svo- nefndan Broca-stuðul voru 10-30% kvenna á aldrinum 44—66 ára of feitar við upphaf rannsóknarinnar og jókst hlutfallið með aldri. Á síð- ustu árum hefur hins vegar orðið sú breyting á að dregið hefur úr offitu samkvæmt ofannefndri skil- greiningu. Til dæmis voru 38 ára konur sem rannsakaðar voru 1980— 81 um 2 sm hærri vexti en samsvar- andi aldurshópur 12 árum áður, en meðalþyngd þessara hópa var sú sama. Athyglisvert er að feitu kon- urnar borða oftast minna en þær grennri. Orkueyðslan, það er brennslan, var einnig lægri hjá þétt- holda konum, borið saman við þær sem þóttu spengilegri í vextinum. Ljóst er því að hjá feita fólkinu eru það hlutföllin á milli orkuneyslu og brennslu sem skipta mestu máli og eru þeim feitu í óhag. í fjölda rannsókna hefur verið sýnt fram á aukna sjúkdóma- og dánartíðni hjá ungum, afar feitum einstaklingum. Athuganir á meðal- feitum einstaklingum, eða þeim sem eru nokkrum kg yfir meðaltali í lík- amsþyngd, hafa hins vegar gefið mis- munandi niðurstöður. Það hefur því lengi verið ljóst að líkamsþyngd, þyngdarstuðull, eða ýmsar aðrar hefðbundnar mannfræðirannsóknir, svo sem mælingar á þykkt húðfitu, eru ekki sérlega nákvæmar mæliað- ferðir til þess að segja um það hvort ákveðinn einstaklingur sé í vissum áhættuhóp eða ekki. Kvenleg fitudxeifing. Fitan safnast gjaman á lendar og læri, en minna á handleggi eða búk. Lenda- og lærafita er hugsanlega talin gegna veigamiklu hlutverki sem forða- fita fyrir brjóstmylkinga. Erfitt er að ná þessari fitu af með megrun. 4 28 HEILBRIGÐISMAL 4/1984

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.