Heilbrigðismál - 01.12.1984, Blaðsíða 32

Heilbrigðismál - 01.12.1984, Blaðsíða 32
HEILBRIGÐISMÁL / J6 Af vettvangi eiturefnanefndar: Tússpennar, förgun efna, meindýr o.fl. Eiturefnanefnd er ein af þeim nefndum ríkisins sem lítið fer fyrir í fjölmiðlum. Nefndin fjallar m.a. um umsóknir varðandi leyfisskírteini o.fl., en einnig koma til hennar kasta ýmis málefni sem almenningur þyrfti að vita um. Hér eru glefsur úr síðustu ársskýrslum nefndarinnar. 1979 Þeim tilmælum var beint til Heil- brigðiseftirlits ríkisins að varað yrði við notkun plastíláta undir svokall- aðan þorramat. Bent var á að herða þyrfti eftirlit með notkun tríklóretýlens og tetra- klóretýlens í fatahreinsunum og nokkrum öðrum fyrirtækjum. Nefndin mæltist til þess að haft verði eftirlit með starfi þeirra manna er taka að sér að úða garða í þétt- býli. Komið var á framfæri tillögum til eflingar vörnum gegn meindýrum, ekki síst í vöruskemmum og fyrir- tækjum sem starfa að matvælafram- leiðslu eða framleiðslu á fóðurvöru. 1980 Fjallað var um freon-sambönd og hættu á eyðingu ósonlags í háloftum. Nefndin tók ekki afstöðu til banns við notkun þessara efna í úðabrúsum að sinni. Rætt var við yfirskólatannlækni um dreifingu á flúortöflum til skóla- barna og nauðsyn þess að skrá flúor- tannkrem. 1981 Nefndin fékk til meðferðar frá Hollustuvernd ríkisins íblöndun natríumpólýfosfats í hitaveituvatn á Suðureyri og í Hrísey. Var mælt með fblöndun þessari, þó þannig að hita- veituvatnið væri ekki notað til drykkjar eða matargerðar. Vinnueftirliti ríkisins var sent bréf og það beðið að herða eftirlit með gullsmíðaverkstæðum, sérstaklega með tilliti til notkunar háeitraðra efna við gyllingu. Fjallað var um förgun á PCB-efni sem er í nokkrum spennubreytum í grennd við Sigölduvirkjun. Varð niðurstaða umræðna um málið sú að efni þetta væri best geymt þar sem það væri á spennubreytunum. 1982 Upplýst var að í flestum tegund- um tússpenna er umtalsvert magn ísóbútýlketóns. Taldi nefndin hugs- anlegt að svo mikið gufaði upp af efni þessu úr tússpennum að í illa loftræstum skólastofum kynni það að slæva viðstadda í þeim mæli að þeir fyndu til syfju. Nefndin tók til meðferðar förgun á völsum úr ljósritunarvélum sem hafa að geyma selen-málm og tellúr- málm í nokkru magni. Alyktað var að farga mætti völsum þessum á öskuhaugum að því tilskildu að þeir væru vendilega dysjaðir. 1983 Vakið máls á því að nauðsynlegt væri að setja reglur um innflutning og notkun á örverum og örveruefn- um gegn plöntusjúkdómum. Nefndin hafði til athugunar notk- un aukefnisins aspartams. Varað við að Ieyfa, á grundvelli núverandi þekkingar, stóraukna notkun þessa sætuefnis. Lagt til við heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytið að framleiðend- ur verði skyldaðir til þess að greina saltinnihald á umbúðum allra mat- væla sem beinlínis eru ætluð neyt- endum. Talið æskilegt að takmarka magn hexans og benzens í bensíni og setja í reglugerð ákvæði um hámark blýs í bensíni. Leitað álits nefndarinnar á því hvort banna ætti sölu á sælgæti hér á landi ef það innihéldi etra (etyletra) eða klóróform. Nefndin taldi ekki ástæðu til þess að banna sölu sælgæt- is ef magn klóróforms væri innan leyfilegra marka. Hins vegar var tek- ið fram að ekki væri leyft að nota etra í matvæli eða sælgæti hér á landi. 32 HEILBRIGÐISMÁL 4/1984

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.