Heilbrigðismál - 01.12.1984, Blaðsíða 23

Heilbrigðismál - 01.12.1984, Blaðsíða 23
Smárafhlöður og slys af þeirra völdum Grein eftir Pröst Laxdal Með aukinni rafeindatækni hafa ýmis raftæki orðið mun fyrirferð- arminni en áður og rafhlöður í slík tæki jafnframt minnkað. Að und- anförnu hafa birst greinar í erlend- um læknatímaritum um börn sem gleypt hafa smárafhlöður. Hér hefur fyrst og fremst verið um að ræða rafhlöður úr myndavélum, úrum og heyrnartækjum, en í síauknum mæli úr alls konar tölvuspilum, sem hvar- vetna ryðja sér til rúms, ekki síst meðal barna og unglinga. Síðustu mánuði hefur verið komið með um tuttugu börn sem gleypt hafa smárafhlöður á sjúkrahús hér á landi. Þessi börn voru flest á fyrsta eða öðru ári. í öllum tilfellum hefur farið betur en á horfðist, en rétt þykir að vekja athygli á þessu, þar sem hættur eru meiri við að gleypa slíkar rafhlöður en marga aðra að- skotahluti. Rafhlöður, eins og þær sem börn- in gleyptu, eru flestar svipaðar að gerð. Við botninn er neikvæð hleðsla, þar sem zínk breytist í zínk- oxíð, en við lokið er jákvæð hleðsla, þar sem kvikasilfursoxíð breytist í kvikasilfur. Stundum er silfur eða mangan notað í stað kvikasilfurs. Inni í rafhlöðunum eru einangrunar- efni, og einnig elektrolýtalausnir, sem eru mjög basískar. Af þessum efnum virðist mest hætta stafa af kvikasilfurssamböndum, einkum kvikasilfursoxíði sem auk eiturverk- unarhættu er mjög ætandi. Banvænn skammtur þess er ekki þekktur. Hins vegar innihalda sumar raf- hlöður kvikasilfursklórið sem er mun eitraðra, banvænn skammtur talinn 0,5—4 grömm. Þá þarf mjög lítið magn af hinum sterku lútefnum, eins og kalíumhýdroxíði til að valda sári á görn á stuttum tíma. Talið er mjög líklegt, að þessar lausnir losni úr rafhlöðunum að meira eða minna leyti, þótt yfirborð þeirra rofni ekki, svo að greinilegt sé. Hins vegar þynnast þessi efni í garnasafanum og er því mesta hættan á drepi, ef raf- hlaðan situr einhvers staðar föst og efni þessi komast í beina snertingu við slímhúð. Auk þessa kentur þá einnig til greina sármyndun af þrýst- ingi einum saman. í fjórða lagi pr talið hugsanlegt, að rafstraumur frá slíkum rafhlöðum geti valdið sár- myndun í aðliggjandi slímhúð. Er því, auk beinnar kvikasilfurseitrun- ar, nokkur hætta á sármyndun. Talið er, að rafhlaða þurfi að vera a.m.k. 20 millimetrar í þvermál, til að verulegar líkur séu á, að hún festist í vélinda. Ef aðskotahlutur festist í vélindanu, þarf að ná honum þaðan hið fyrsta, þar sem sármynd- un á vélinda vegna þrýstings getur orðið á ótrúlega stuttum tíma. Flest- ir telja magaspeglun heppilegasta til að ná rafhlöðum úr vélinda, þar sem mikilvægt sé að sjá, hvort vefja- skemmdir séu byrjaðar. Algengast er þó að röntgenmynd sýni að smá- rafhlaðan sé komin niður í maga þegar komið er með börnin á sjúkra- hús. Er þá yfirleitt óhætt að láta hana halda áfram niður eftir melt- ingarvegi. Tilgangslaust er að gefa uppsölulyf og jafnvel óæskilegt. Hins vegar gæti hjálpað að gefa lyf sem drægju úr áhrifum magasýru og flýttu fyrir magatæmingu. Eftir að rafhlaðan er komin niður úr maga, má gefa laxerolíu til að hraða ferð gegnum þarma. Meta þarf í hverju tilviki, hvort óhætt sé að senda barn strax heim af sjúkrahúsi, en hins vegar þarf að fylgjast vel með hugsanlegum fylgi- kvillum. Athuga þarf allar hægðir. Ef rafhlaðan hefur ekki skilað sér eftir viku, er ástæða til að taka aðra röntgenmynd til að athuga, hvort rafhlaðan sé enn í meltingarvegi. Ef hún er koniin niður í ristil, er væn: legasta leiðin til að ná henni út að gefa stólpípu. Þótt tiltölulga lítil hætta sé á fylgi- kvillum eftir að innbyrða smá raf- hlöður, svo framarlega sem þær komast niður í maga, geta slíkir fylgikvillar orðið mjög alvarlegir og fyllsta ástæða er til að fylgjast vel með þessum börnum. Gildir í þessu sem öðru, að betra er að byrgja brunninn áður en barn- ið er dottið ofan í. Sumum tölvuspil- um fylgir innsigli sem festa skal yfir rafhlöðulokið, svo að torveldara reynist að ná rafhlöðunum úr, en slíkar varúðarráðstafanir virðast of oft sniðgengnar. Aldrei skyldi leyfa börnum að leika sér með litlar hnapparaflilöður og ættu þær aldrei að liggja á glámbekk. Brýna þarf fyrir almenningi, að hér er hættu- valdur á ferð. Heimildir: Ólafur Gísli Jónsson og Pröstur Laxdal: Rafhlöðuslys. Læknablaðið, 70, 51-53, 1984. T. L. Litovitz: Button Battcry Ingcstions. A. Rcvicw of 56 Cascs. JAMA 1983, 249: 2495-500. Upplýsingar frá Landakotsspítala, Land- spítalanum, Borgarspítalanum og Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akurcyri, ágúst 1984. Þröstur Laxdal er bamalæknir viö Bamadeild Landakotsspítala og dós- ent viö Læknadeild Háskóla íslands. HEILBRIGÐISMÁL 4/1984 23

x

Heilbrigðismál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.