Heilbrigðismál - 01.06.1986, Page 13

Heilbrigðismál - 01.06.1986, Page 13
HE/LBRIGÐISMÁL / Jóhannes Long Besta vömin er heilbrigður lífsstíll Avarp Ragnhildar Helgadóttur heilhrigðis- og tryggingamálaráðherra Um allan hinn vestræna heim er nú vaxandi áhugi á heilbrigðu lífi og hollum lífsháttum. Fólk gerir sér í meiri mæli en áður grein fyrir nauðsyn heilsuverndar. Á liðnum árum og áratugum hefur áhersla í heilbrigðismálum einkum verið lögð á að lækna þá sem þegar eru orðnir sjúkir. í þeim efnum hafa orðið stórstígar framfarir. Hlutfalls- lega litlu fjármagni hefur verið var- ið til að koma í veg fyrir sjúkdóma og slys. Aðstæður okkar til að ná árangri í þeim efnum eru þó sér- stakar vegna fólksfæðar og góðs Margir synda daglega og nota einnig tækifærið til að hitta vini og kunningja í heitu pottunum. Þessi mynd var tekin í vor þegar sundlaugin í Laugardal í Reykjavík var opnuð á ný eftir breyt- ingar. eftirlits. Til dæmis hefur árangur okkar í baráttunni gegn krabba- meini og reykingum vakið athygli á alþjóðavettvangi. Ríkisstjórn íslands hefur nýverið samþykkt tillögu heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um að gerð verði landsáætlun í heilbrigðismál- um með hliðsjón af stefnu Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar sem nefnd er „Heilbrigði allra árið 2000". Þessi íslenska áætlun á að miða að því að stórauka varnir gegn sjúkdómum og slysum ásamt örorku og ótímabærum dauðsföll- um af þeirra völdum. Mörg brýn verkefni blasa nú við okkur íslendingum á sviði heil- brigðismála. Fyrst má nefna vax- andi fjölda aldraðra, sem búa verð- ur undir gott heilsufar í ellinni. Ennfremur er rétt að nefna þá hættu sem ungu fólki sérstaklega stafar af neyslu áfengis- og fíkni- efna. Kjörorð alþjóðaheilbrigðisdags- ins í ár er „Heilbrigt Iíf - hagur allra". Skírskotað er til einstaklinga ekki síður en heildarinnar. Efnt er til baráttu fyrir því að menn byggi upp eigin heilsu með hollum lífs- háttum. Ástæða er til að við verjum stundarkomi til að leita svara við spurningunni um hvort við getum sjálf gert lífsvenjur okkar hollari og í hverju það sé fólgið. I sókninni til betra heilsufars er vörnin besta vopnið og besta vöm- in er heilbrigður Iífsstíll. I þeirri sókn sigrar hver sá, sem tekst að auka hollustu í lífsvenjum sínum. Með því sýnum við þakklæti fyrir þá heilsu sem við höfum og vottum virðingu því mikla starfi sem unnið er til að lækna sjúka og bæta líðan þeirra. HEILBRIGÐISMÁL 2/1986 13

x

Heilbrigðismál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.