Heilbrigðismál - 01.03.1994, Qupperneq 19

Heilbrigðismál - 01.03.1994, Qupperneq 19
Fimir fætur, aukið úthald, bætt heilsa, lengra líf. nú var efnt til í 78. sinn, en meðal nýlegri viðburða á þessu sviði eru Húsasmiðjuhlaupið, Landsbanka- hlaupið, Heilsuhlaup Krabba- meinsfélagsins, Akraneshlaupið, Kvennahlaup ÍSÍ, Jöklahlaupið á Höfn, Brúarhlaupið á Selfossi og síðast en ekki síst Reykjavíkur- maraþon. Þátttakendur í því voru 214 árið 1984 en á fjórða þúsund í sumar, fólk á öllum aldri, bæði Is- lendingar og útlendingar. Þetta Reykjavíkurmaraþonið í ágúst er orðið ómissandi í bæjarlífinu. Varla er hægt að hugsa sér mið- næturhlaup víða í heiminum. Það var í Reykjavík á Jónsmessunótt í annað sinn. gefur sennilega góða mynd af vax- andi vinsældum götuhlaupa. Misjafnt er hvers konar líkams- rækt hentar hverjum og einum en óneitanlega virðast hlaup vera í tísku. Þeir sem komast á bragðið geta vart verið án slíkrar hreyfing- ar, sem getur orðið að eins konar fíkn. Óttar Guðmundsson læknir (og hlaupari) hefur lýst því svo að „heimur hlaupanna einkennist af algleymi, slökun og frelsi sem allir leita eftir." Það munar um minna! Víðavangshlaup ÍR er vorboði hlaupara. Það hefur verið haldið á sumardaginn fyrsta í nær átta ára- tugi. Allir geta spreytt sig á styttri vega- lengdunum í götuhlaupunum, gengið, skokkað eða hjólað. Aðal- atriðið er að hreyfa sig og vera með. Myndin til hægri er úr Heilsuhlaupinu. HEILBRIGÐISMÁL 1-2/1994 19

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.