Heilbrigðismál - 01.07.2007, Side 5

Heilbrigðismál - 01.07.2007, Side 5
Ómar óskarsson LANGSTÆRSTU GJAFIRNAR í SÖGU KRABBAMEINSFÉLAGSINS Á þriðja hundrað milljónir króna hafa borist á síðustu mánuðum til kaupa á tækjum og búnaði til stafrænnar brjóstamyndatöku Á rúmu ári hafa Krabbameins- félaginu borist nokkrar mjög stórar gjafir til kaupa á tækjum og öðrum búnaði fyrir stafrænar myndatökur af brjóstum kvenna. í janúar 2006 gaf Glitnir 40 milljónir króna til kaupa á einu tæki, í nóvember 2006 gaf Kaup- þing 40 milljónir króna til kaupa á öðru tæki og í vor hafa borist vel á annað hundrað milljónir króna til við- bótar. FIMM HJÓN GÁFU SAMAN ( tengslum við aðalfund Krabbameins- félagsins, sem haldinn var 4. maí í vor, var félaginu afhent langstærsta gjöf sem fé- lagið hefur fengið, að andvirði 120 millj- ónir króna. Gefendur eru fimm hjón sem vilja stuðla að framförum í leit að brjósta- krabbameini. Gjafaféð rennur til kaupa á þremur tækjum til stafrænnar brjóstamyndatöku. Hvert tæki kostar um 40 milljónir króna. Eitt tæki er gefið sameiginlega af Önnu Lísu Sigurjónsdóttur og Hreiðari Má Sig- Konur í hópi gefenda þriggja staf- rænna tækja ásamt forsetahjónunum á Bessastöðum. Arndís Björnsdóttir, Guðrún Rut Eyjólfsdóttir, Þuríður Reynisdóttir, Ólafur Ragnar Grímsson forseti og Dorrit Moussaieff for- setafrú, Heather Bird Tchenquiz og Anna Lísa Sigurjónsdóttir. urðssyni og Arndísi Björnsdóttur og Sig- urði Einarssyni. Annað tæki er gefið af Þuríði Reynisdóttur og Ágústi Guðmunds- syni og Guðrúnu Rut Eyjólfsdóttur og Lýði Guðmundssyni. Þriðja tækið er gefið af Heather Bird Tchenquiz og Robert Tchen- quiz. TIL MINNINGAR UM JÓHÖNNU JÓREIÐI Laugardaginn 19. maí barst Krabba- meinsfélagi (slands ómetanleg gjöf þegar fjölskylda Jóhönnu Jóreiðar Þorgeirsdóttur færði félaginu stórgjöf til minningar um hana en Jóhanna Jóreiður lést 21. apríl 2006. Þessari veglegu gjöf er ætlað að fjármagna að hluta hugbúnað fyrir staf- ræn brjóstaröntgentæki sem Krabba- meinsfélagið er að kaupa til að endurnýja núverandi búnað. Þessi minningargjöf er ómetanleg og sýnir stórhug gefendanna. Hún er ( raun gjöf til þjóðarinnar allrar og til almanna- heilla. Bætt sjúkdómsgreining á algeng- asta illkynja sjúkdómi kvenna á (slandi er allra hagur. BÚNAÐURINN BOÐINN ÚT Leitarstöðin þarf samtals fimm tæki til þess að skapa heildstætt og samtengt kerfi, þrjú tæki til notkunar i höfuðstöðv- unum ( Skógarhlíð í Reykjavík, eitt tæki sem notað verður á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og hið fimmta verður nýtt sem fartæki á landsbyggðinni. Áætlað er að hug- og vélbúnaður sem tengist tækj- unum fimm muni kosta um 140 milljónir króna. Nú hafa skapast forsendur til þess að bjóða út endurnýjun á tækjabúnaðinum. Endurnýjunin hefur ( för með sér gjör- breytingu á vinnslu mynda, úrlestri, geymslu og aðgengi að þeim. Hún leiðir einnig til byltingar í vinnuumhverfi röntg- enlækna og geislafræðinga. Nýja tæknin gefur möguleika á nákvæmari greiningu Iftilla æxla og gagnast aðferðin best ( brjóstum yngri kvenna og hjá þeim sem hafa þéttan brjóstvef. Auk þess nota þessi tæki mun minni geislaskammta en áður þekkist. HEILBRIGÐISMÁL 1/2007 5

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.