Heilbrigðismál - 01.07.2007, Side 12

Heilbrigðismál - 01.07.2007, Side 12
uossje>|SQ jeiup HÁSKÓLINN HEFUR TEKIÐ VIÐ REKSTRI RANNSÓKNA- STOFUNNAR Háskóli (slands og Krabba- meinsfélag (slands hafa endurnýjað samstarf sitt um kennslu og rannsóknir I heilbrigðisvísindum. Tilgang- urinn með gerð samningsins er að halda áfram að efla samstarf læknadeildar Háskóla fslands og Krabbameinsfélags íslands með það fyrir augum að nýta sem best sérþekkingu, kunnáttu, efnivið og aðstöðu sem samningsaðilar búa yfir. Samningurinn er til fimm ára en tveir áratugir eru frá því að Háskólinn og Krabbameins- félagið hófu með sér formlegt samstarf. Helstu nýmæli samningsins eru þau að rekstur Rannsókna- stofu Krabbameinsfélagsins I sameinda- og frumulíffræði flyst í umsjá Háskóla íslands frá byrjun þessa árs. Tveir prófess- orar læknadeildar hafa rannsóknaaðstöðu á rannsókna- stofunni en hún verður áfram til húsa hjá Krabbameinsfélaginu I Skógarhlíð næstu tvö árin. Átta meistaranemar og fimm doktorsnemar I rannsókna- tengdu framhaldsnámi vinna um þessar mundir að rann- sóknaverkefnum á vegum rannsóknastofunnar en heildarfjöldi nema er orðinn um sextíu. Ennfremur er kveðið á um það I samningnum að unnið verði að sameiginlegri stefnu- mótun um vísindi og rann- sóknastörf sem tengjast markmiðum samningsins til að efla rannsókna- og vísindastarf á háskólastigi. Sérstaklega verður tekið mið af vísinda- og menntastefnu Háskólans. Þá munu samningsaðilar leitast við að efla rannsóknasamstarf við aðra aðila innanlands og utan. Lífsýnasafn Krabbameins- félagsins mun enn um sinn verða í vörslu félagsins. í safninu eru sýni frá um tólf þúsund einstaklingum. Marta Guðmundsdóttir, Grindvíkingur á fertugs- aldri, vann það einstæða afrek að ganga þvert yfir Grænland, þrátt fyrir að hafa greinst með krabba- mein árið 2005. GEKK YFIR GRÆN- LANDSJÖKUL Marta Guðmundsdóttir kom til Reykjavíkurflugvallar með flugvél frá Kulusuk á Grænlandi 13. júní, að lokinni göngu sinni yfir Grænlandsjökul. Sérstök móttökuathöfn var I húsi Krabbameinsfélagsins við Skógarhlíð. Þarfögnuðu ættingjar, vinir og fleiri með henni þessu mikla afreki. Marta, sem er úr Grindavík, greindist með brjóstakrabba- mein I október 2005 en hefur lokið erfiðri meðferð. Ferðin yfir Grænlandsjökul var farin á vegum Krabbameinsfélags Islands með stuðningi Deloitte, 66°N og fleiri fyrirtækja. Markmiðið var tvíþætt, að vekja konur til umhugsunar um mikilvægi þess að fara reglulega I skoðun hjá Krabbameins- félaginu og að safna fé til að berjast gegn brjóstakrabba- meini. Marta var eini (slendingurinn í sjö manna hópi sem lagði á jökulinn 23. maí. Gönguleiðin var alls um 600 kílómetrar og var farið eftir 66. breiddargráðu, þvert yfir jökulinn, frá vestri til austurs. Meðan á göngunni stóð voru seld póstkort til styrktar Krabba- meinsfélaginu, en Marta undirritaði þau og póstlagði I Tassilaq þegar hún kom niður af jöklinum. Hvert kort kostaði 1000 krónur og renna tekjurnar óskertar til rannsókna á brjóstakrabbameini. NÝTT FÉLAG: FRAMFÖR Krabbameinsfélagið Framför var stofnað 12. febrúar 2007 og fékk aðild að Krabbameinsfélagi (slands á aðalfundi í maí. Formaður félagsins er Oddur Benediktsson. Markmið félagsins er að efla rannsóknir á krabbameini I blöðruhálskirtli og styðja I hvívetna baráttuna gegn því. Tilgangi sínum hyggst félagið einkum ná með því „að stofna og reka sjóð til þess að efla rannsóknir á krabbameini ( blöðruhálskirtli og þeim þáttum sem geta orsakað meinið, fræða félagsmenn og almenning um meinið og varnir gegn því og stuðla að aukinni menntun heilbrigðisstétta og skyldra greina I greiningu, fyrirbyggj- andi aðgerðum og meðferð meinsins." Til þess að ná settu markmiði hefur félagið stofnað Styrktarsjóð Krabbameinsfélags- ins Framfarar og er söfnun ( hann hafin. BREYTINGAR Á STJÓRN Áaðalfundi Krabbameins- félags (slands, sem haldinn var 4. maí, urðu nokkrar breytingar á stjórn félagsins. Jóhannes Tómasson upplýs- ingafulltrúi og Þorvaldur Árnason lyfsali gáfu ekki kost á sértil endurkjörs, en þeir hafa verið í stjórninni í sjö ár. (þeirra stað komu í stjórnina Nanna Friðriksdóttir hjúkrunar- fræðingur og formaður Krabbameinsfélags Reykjavíkur og Þóra Hrönn Njálsdóttir formaður Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar og nágrennis, en hún verður gjaldkeri stjórn- arinnar. Aðrir stjórnarmenn eru Sigurður Björnsson yfirlæknir, sem er formaður, Hreiðar Már Sigurðsson forstjóri, sem er varaformaður, Birna Flygenring hjúkrunarframkvæmdastjóri, sem er ritari, Guðrún Sigurjóns- Sigurður Björnsson formaður Krabbameins- félags íslands í ræðustól á aðalfundi félagsins í vor. dóttir hjúkrunarfræðingur og formaður Samhjálpar kvenna og Páll Helgi Möller yfirlæknir. Varamenn I stjórn eru Álfheiður Hjaltadóttir formaður Krabbameinsfélags Austurlands og Friðrik Vagn Guðjónsson læknir og varaformaður Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. MEÐALALDUR VIÐ GREININGU ER TÆP 65 ÁR Á síðustu fjörutíu árum hefur meðalaldur við greiningu krabbameins aukist hjá körlum úr rúmum 64 árum I rúm 67 ár en nánast staðið í stað hjá konum og er nú rúm 62 ár. ( heild er meðalaldurinn nú tæp 65 ár, samkvæmt nýjum tölum frá Krabbameinsskrá Krabba- meinsfélags (slands. Þeir karlar sem greinast með krabbamein í blöðruhálskirtli eru að meðaltali tæplega 72 ára, með ristilkrabbamein tæplega 71 árs og með lungnakrabbamein um 68 ára. Konur sem fá ristilkrabbamein eru tæplega 72 ára, lungna- krabbamein 67 ára og brjósta- krabbamein tæplega 61 árs. Meðalaldur við greiningu lungnakrabbameins hjá körlum hefur hækkað um meira en tíu ár á síðustu áratugum og um nær fimm ár hjá konum. Minni breytingar hafa verið varðandi önnur algengustu krabbameinin hér á landi. 12 HEILBRIGÐISMÁL 1/2007

x

Heilbrigðismál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.