Heilbrigðismál - 01.07.2007, Qupperneq 15
LEIT AÐ RISTILKRABBAMEINI
HEFST Á NÆSTA ÁRI
Þingsályktunartillaga um skipulagða leit
að krabbameini í ristli var samþykkt á loka-
fundi Alþingis í vor, laugardagskvöldið 17.
mars með atkvæðum allra 54 þingmann-
anna sem viðstaddir voru. Þingsályktunin
er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela
heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra (
samráði við landlækni að hefja undirbún-
ing að skimun fyrir krabbameini I ristli og
endaþarmi þannig að skipuleg leit hefjist á
árinu 2008. "
I áliti heilbrigðis- og trygginganefndar
þingsins sagði: „Kraþbamein í ristli og
■■■■■
endaþarmi er næstalgengasta krabba-
meinið meðal íslendinga og önnur algeng-
asta dánarorsökin af völdum krabbameina.
Niðurstöður erlendra rannsókna hafa sýnt
fram á að fækka megi dauðsföllum af
völdum ristilkrabbameins með skipulagðri
skimun. Þvf fyrr sem meinið greinist, því
meiri líkur eru á lækningu. Ýmis nágranna-
lönd hafa þegar tekið upp skimun fyrir
krabbameini (ristli og endaþarmi eða eru
að undirbúa slíkt. Nefndin telur brýnt að
skimun fyrir ristilkrabbameini verði tekin
upp hið fyrsta (íslensku heilbrigðiskerfi."
Fyrsti flutningsmaður tillögunnar var
Drífa Hjartardóttir en meðflutningsmenn
Margrét Frímannsdóttir, Ögmundur Jón-
asson, Guðjón Arnar Kristjánsson, Halldór
Blöndal og Rannveig Guðmundsdóttir.
Drífa hafði, ásamt öðrum, flutt hliðstæða
tillögu á síðustu tveimur þingum, en þá
hlaut hún ekkí afgreiðslu.
Þess má geta að vorið 2002 var sam-
þykkt á Alþingi þingsályktunartillaga frá
Árna Ragnari Árnasyni alþingismanni og
fleirum þar sem heilbrigðisráðherra var
falið, (samráði við landlækni, að gera til-
lögur um „hvernig staðið skuli að for-
varna- og leitarstarfi vegna krabbameins í
meltingarvegi fyrir þá sem teljast vera (
áhættuhópi og undirbúa framkvæmd
starfsins."
LEITARSTARF í
HÁLFA ÖLD
1957: Krabbameinsfélag Reykja-
víkur hóf 14. maí rekstur almennrar
krabbameinsleitarstöðvar (Leitar-
stöð A) sem var til húsa í Heilsu-
verndarstöðinni.
1958: Krabbameinsfélag Islands
tók í apríl við rekstri leitarstöðv-
arinnar.
1964: Hafin var leit að krabba-
meini í leghálsi og forstigum þess.
Leitarstöðin var formlega opnuð
29. júní ( húsi félagsins við Suð-
urgötu. Eldri leitarstarfsemi var í
október flutt úr húsi Heilsuvernd-
arstöðvarinnar í Suðurgötuna.
1969: Leit að leghálskrabbameini
náði til alls landsins.
1973: Leit hófst að brjóstakrabba-
meini hjá konum sem komu (leg-
hálsskoðun f Leitarstöð B.
1986: Hafin var forkönnun vegna
leitar að krabbameini í ristli og
endaþarmi.
1987: Skipuleg hópleit að brjósta-
krabbameini með röntgen-
myndatöku hjá konum hófst I
Reykjavík 2. nóvember og síðan á
öðrum stöðum.
í BLÓMA LÍFSINS
María Másdóttir hjá Blómahönnun lagði
Krabbameinsfélaginu lið í Bleika boðinu
( Listhúsinu Laugardal er rekin
skemmtileg blómabúð og vinnustofa
sem sérhæfir sig ( nútímalegum og stíl-
hreinum skreytingum fyrir einstaklinga
og fyrirtæki. María Másdóttir listfræð-
ingur er hugmyndasmiðurinn á bak við
Blómahönnun en hún lauk verkefninu
„Auður í krafti kvenna" við Háskólann (
Reykjavlk árið 2002 og hlaut Auðarverð-
launin fyrir hugmyndina.
„Upphaflega ætluðum við eingöngu
að reka vinnustofu en smám saman
breyttist hún líka ( verslun," segir María
sem hefur lagt Krabbameinsfélaginu lið,
til að mynda með þvl að gefa blóm,
vinnu og alla hönnun í „Bleika boðið"
sem var I Orkuveituhúsinu í lok síðastlið-
insárs. „Þaðvarmjög nærtækt að styðja
við bakið á Krabbameinsfélaginu því
móðir mín lést úr bjóstakrabbameini
langt um aldur fram. Það er mikilvægt
að veita stofnunum eins og Krabba-
meinsfélaginu stuðning."
María segir að það sé yfirleitt ( nógu
að snúast á vinnustofunni. „Stundum
erum við átta að vinna í einu enda
spanna verkefnin allt frá skreytingum (
sklrnarveislum til galakvöldverða. En við
seljum l(ka blómavendi og það getur
verið skemmtileg upplifun fyrir við-
skiptavini að líta inn þegar allir hafa (
nógu að snúast."
Blómahönnun varð þess heiðurs að-
njótandi síðla árs 2004 að hinn konung-
legi blómaskreytir sænsku hirðarinnar
fékk fyrirtækið til að taka þátt ( að
skreyta glæsilega konungsveislu sem
sænski konungurinn, Karl Gustav og
Sylvia Svíadrottning héldu til heiðurs (s-
lendingum á Nordica, þar sem salurinn
nánast svignaði undan blómum og
glæsileik.
Blómahönnun er leiðandi (nútímalegri
hönnun og kemur að undirbúningi fyrir
stórar ráðstefnur, fundi og kvöldverð-
arboð sé þess óskað. Fyrirtækið leysir
ýmis vandamál sem geta fylgt blóma-
kaupum fyrirtækja og þar af leiðandi
sparar þeim tíma, peninga og fyrirhöfn.
Þ.Þ.
María Másdóttir stundaði blóma-
skreytinganám við Binderiet í Osló
og starfaði hjá hinum virta blóma-
skreyti og Evrópumeistara, Thor
Gundersen í Osló.
HEILBRIGÐISMÁL 1/2007 15