Heilbrigðismál - 01.07.2007, Blaðsíða 32
ástæða til að fylgjast vel með einkennum
hjá nánum ættingjum.
Eftirtaldir þættir geta aukið líkur á
myndun sortuæxla: Ljós húð, freknur, húð
sem brennur auðveldlega, sólbrunar,
margir fæðingablettir, óreglulegir fæð-
ingablettir og náinn ættingi sem hefur
haft sortuæxli. Allir sem hafa einn eða
fleiri áhættuþætti ættu að láta húðlækni
skoða sig.
HVERSU DJÚP ERU ÞAU?
í byrjun eru sortuæxli oftast bundin við
efstu lög húðarinnar og er þá lækning oft-
ast auðveld. Ef æxlin hafa fengið tima til
að vaxa niður i dýpri lög húðarinnar er
meðferð erfiðari. Með tímanum vaxa þau
dýpra og að lokum inn í æðar og dreifa sér
um líkamann. Þegar svo er komið er sjúk-
dómurinn lífshættulegur. Markmiðið er
því að greina sortuæxli snemma, þegar
þau eru eingöngu bundin við efstu lög
húðarinnar.
Sortuæxli geta myndast hvar sem er á
húðinni, jafnvel á stöðum sem sól hefur
aldrei skinið á. Hér á landi eru sortuæxli
algengust á neðri útlimum kvenna og á
bol karlmanna. Sortuæxli eru oftast brún,
svört og mislit. Aðrir litir sjást einnig svo
sem rauður húðlitur og blágrár. Sortuæxli
myndast oft I fæðingarblettum og eru þá
einkennin að slíkur blettur fer skyndilega
að breyta sér eða jafnvel að klæja. Sortu-
æxli geta einnig myndast í húð þar sem
enginn fæðingarblettur er fyrir. Eftir að
æxlin hafa myndast halda þau áfram að
vaxa og stækka. Því ætti að vakna grunur
um að ekki sé allt með felldu þegar blettir
eru að breyta sér eða vaxa.
Besta ráðið er að greina meinin snemma.
Læknisskoðun hjá sérfræðingi getur skorið
úr um hvort meinið sé líklegt að vera
sortuæxli. Stundum notar læknirinn sér-
staka smásjá, en ef ekki er með öllu hægt
að útiloka sortuæxli þarf að fjarlægja
blettinn. Aðgerðin er einföld og er gerð I
staðdeyfingu. Bletturinn er síðan rannsak-
aður af sérfæðingi í meinafræði og ef um
sortuæxli er að ræða er dýpt æxlisins
mæld.
Grynnstu æxlin eru eingöngu bundin
við efsta lag húðarinnar og eru nefnd
staðbundin sortuæxli (melanoma in situ).
Hér þarf einungis að skera lltið af heil-
brigðri húð til viðbótar. Allir sem greinast
snemma með svo grunn mein læknast.
Jafnvel þó sortuæxlið hafi vaxið dýpra I
húðina er góð von um lækningu. Þannig
eru horfurnar mjög góðar hjá þeim sem
hafa sortuæxli innan við einn millimetri að
þykkt og nálgast mjög horfur þeirra með
staðbundnu meinin. Hér þarf þó að taka
meira af heilbrigðri húð kringum upphaf-
lega blettinn.
Ef farið er í sól skal nota sterka
sólvöm, að minnsta kosti SPF 25
sem ver bæði fyrir A og B geislum.
Þegar sólin er hæst á lofti eru
geislarnir sterkastir.
Eftir því sem meinin vaxa dýpra versna
horfurnar. Allir sjúklingar sem greinst hafa
með sortuæxli þurfa að vera í reglulegu
eftirliti. Slíkt eftirlit fer venjulega fram hjá
þeim húðlækni eða lýtalækni sem greindi
meinið. Ef æxlin eru djúp er eftirlitið oftast
sameiginlega I höndum læknisins sem
greindi meinið og krabbameinslæknis.
Ef sortuæxli ná að dreifa sér dreifast þau
yfirleitt fyrst til aðliggjandi eitla og kann
þá sjúklingur að verða var við fyrirferð á
því svæði, ef eitillinn er orðinn stór. Til
dæmis getur sortuæxli sem fjarlægt var af
fæti náð að dreifa sér og gefa sig til kynna
með þrota I eitli I nára. Oft er hægt að fjar-
lægja sýktu eitlana áður en meinið nær að
komast lengra.
HVAÐ GET ÉG GERT?
Vitað er að sólin getur valdið sortu-
æxlum. Sólböð barna og unglinga virðast
vera sérstaklega hættuleg. Ljósabekkireru
einnig mjög hættulegir. Enginn ætti því að
fara í slík Ijós, sérstaklega ekki börn og
unglingar yngri en 18 ára. Þessar ráðlegg-
ingar eru einkum mikilvægar fyrir þá sem
kunna að hafa aðra áhættuþætti.
Ef farið er í sól skal nota sterka sólvörn,
að minnsta kosti SPF 25 (Sun Protective
Factor) sem ver bæði fyrir A og B geislum.
Þegar sólin er hæst á lofti eru geislarnir
sterkastir.
Best er því að vera innan dyra kringum
hádegið. Einnig má nota föt til að klæða af
sér sólinu og nota húfu eða hatt.
Grein eftir húðlæknana dr. Jón Hjalta-
lín Ólafsson og dr. Bárð Sigurgeirsson
FÆRRI FARA í LJÓS
Dregið hefur úr notkun Ijósabekkja á
slðustu þremur árum, samkvæmt könn-
unum Capacent Gallup.
Nú segjast 23% Islendinga á aldr-
inum frá 16 ára til 75 ára hafa farið í Ijós
síðustu tólf mánuði. Árið 2004 var hlut-
fallið 31%. Samdráttur hefur orðið hjá
báðum kynjum, en Ijósin freista kvenna
frekar en karla því að 29% kvennanna
hafa farið í Ijós síðasta árið en 17% karl-
anna. Notkunin er hlutfallslega meiri í
yngri aldurshópunum heldur en þeim
eldri.
Þegar litið er á hlutfall þeirra sem fara
mánaðarlega eða oftar í Ijós hafa kon-
urnar vinninginn, 7% þeirra fara svo oft
Hluti af auglýsingu þar sem
fermingarbörn voru vöruð við að
fara í Ijós.
en 3% karlanna. Konur á aldrinum frá
16 til 24 ára eru mestu stórnotendurnir.
Nær fjórða hver kona á þeim aldri fer
mánaðarlega eða oftar.
Ljósaþekkjanotkun 12-15 ára ungl-
inga var könnuð sérstaklega. Kom í Ijós
að hún hefur minnkað þó að það sé
ekki eins mikið og í eldri aldurshóp-
unum. En betur má ef duga skal því að
tíundi hver piltur og fjórða hver stúlka á
þeim aldri hafa farið í Ijós síðustu tólf
mánuði þó að mjög fáir fari mjög oft.
Síðustu ár hafa Geislavarnir ríkisins,
Krabbameinsfélagið, Landlæknisemb-
ættið og Félag íslenskra húðlækna
staðið fyrir átaki undir slagorðunum
Hættan er Ijós, þar sem ungt fólk er
varað við því að fara I Ijós. Lýðheilsustöð
hefur nýlega bæst í hópinn og Um-
hverfisstofnun hefur lýst áhuga á sam-
starfi svo að búast má við að fræðslan
á næsta ári verði öflugri en áður.
(
32 HEILBRIGÐISMÁL 1/2007