Heilbrigðismál - 01.07.2007, Qupperneq 34

Heilbrigðismál - 01.07.2007, Qupperneq 34
Ómar Óskarsson EKKERT SEM RETTLÆTIR ÞAÐ AÐ REYKT SÉ í NÁVIST ANNARRA Sigurður Árnason læknir hefur barist gegn reykingum í áratugi og fagnar því að veitinga- og skemmtistaðir séu loks reyklausir Sigurður Árnason krabbameinslæknir hefur verið einn ötulasti talsmaður tóbaks- varna um áratugaskeið enda fullkomlega meðvitaður um hversu mikið eitur tóbakið er. Hann var inntur eftir því hvað væri honum efst í huga þegar loksins sér fyrir endann á reykingum á veitinga- og kaffi- húsum sem og skemmtistöðum. „Barátt- unni er enn ekki lokið þótt áfangasigur hafi unnist. Tóbakið er slíkt fíkniefni að maður fagnar ekki fyrr en reykingum hefur verið útrýmt úr öllum lokuðum rýmum. Þvergirðingsháttur íslendinga í baráttunni gegn reykingum hefur verið með ólík- indum og við munum taka slaginn áfram þar til við höfum fullnaðarsigur, segir Sig- urður." „Þær staðreyndir sem liggja fyrir um skaðsemi reykinga, sem og óbeinna reyk- inga, eru fyrir löngu svo ótvíræðar að það er ekkert sem réttlætir það að reykt sé í „Þvergirðingsháttur íslendinga í baráttunni gegn reykingum hefur verið með ólíkindum," segir Sigurður Árnason læknir sem lengi hefur verið í forystusveit þeirra sem barist hafa gegn reykingum og fagnar nú áfangasigri. návist annarra," segir Sigurður. „Þrýsting- urinn í samfélaginu fyrir reyklausu um- hverfi mun vonandi verða það mikill á næstu tíu árum að menn fái viðlíka refs- ingu fyrir það að reykja I návista annarra eins og tíðkast þegar menn aka fullir á aðra. Hvort tveggja er jafn ábyrgðarlaust þótt hið síðarnefnda sé vissulega sýnu hættulegra í bráð. Virðingarleysi sumra reykingamanna fyrir lífi annarra er með ólíkindum. Svo virðist sem þeim sé skít- sama um aðra svo fremi að þeir fái sitt eitur. Sígarettustubbar nikótínistanna menga íslenska náttúru, íslenskt umhverfi, „Tóbaksreykingar eru óheimilar í þjónusturými stofnana, fyrirtækja og félagasamtaka, svo sem á veitinga- og skemmtistöðum og þar sem menningar- og félags- starfsemi fer fram, þ.m.t. íþrótta- og tómstundastarf." Úr lögum um tóbaksvarnir. rétt eins og fnykur tóbaksnautnarinnar fylgir lengi hverjum þeim sem hefur álpast örskotsstund inn á öldurhús." En hvers vegna hafa stjórnmálamenn ekki fyrr tekið eindregna afstöðu gegn reykingum í Ijósi þeirra upplýsinga sem liggja fyrir um skaðsemi þeirra? „Flestir stjórnmálamenn eru tækifær- issinnar og þurfa alltaf að vera með mála- miðlanir. Þeir vita að um 20% þjóðarinnar reykja og hvaða stjórnmálamaður þorir að skyrpa framan I fimmtung kjósenda? Menn hafa ekki hugrekki til að hugsa um hagsmuni heildarinnar heldur fyrst og fremst um eigin frama." Sigurður segir að þegar dópið sé við völd sé erfitt að tjónka við fólk. „Viðhorf reykingamanna verður á einn veg ef þeir þurfa að dópa sig með reglulegu millibili. Þess má geta að fyrir örfáum árum mátti reykja á Landspítalanum. Hvernig er hægt að búast við miklum árangri ef grænu trén eru með þessum hætti. Hvernig eru hin þá? Ég er sannfærður um að hörðustu reykingamenn munu fagna reyklausum veitinga- og skemmtistöðum fyrr en síðar. Takmarkið er að reykingar, í hvers konar lokuðu rými sem er, heyri sögunni til." ÞÞ. NÍUTÍU ÁRA BARÁTTA Reykingabannið sem tók gildi um mánaðamótin hefur lengi verið baráttumál þeirra sem hafa látið sér annt um heilsu sfna og sam- borgara sinna. Fyrir níutíu árum var grein í Morgunblaðinu um reykinn á kaffihúsunum. „Það þótti með réttu lífga upp í bæjarlffinu þegar aðalkaffihúsin tóku upp á þvf að hafa hljóðfæra- slátt á kvöldin. En sá galli er á að þeir sem ekki þola tóbaksreyk geta ekki notið þessara hlunninda. Svo bætist við hvað allt verður ógeðs- legt umhorfs í slfku loftslagi." Síðar í greininni sagði: „En er þá ekki kominn tími til að fara að hugsa fyrir verulega góðum veitingastað fyrir bæinn þar sem fólk getur komið inn og látið sér Ifða vel?" Undir lok greinarinnar í Morg- unblaðinu 18. nóvember 1917 sagði: „Má segja með algerðri vissu að reyklausir veitingastaðir munu draga að sér allt betra fólk, og þar með væri þeim borgið." 34 HEILBRIGÐISMÁL 1/2007

x

Heilbrigðismál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðismál
https://timarit.is/publication/638

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.