Samtíðin - 01.06.1940, Qupperneq 10
6
SAMTIÐIN
til vill í 100 ái\ Þar á að vera liægt
að koma fyrir kenslu í ýmsum nýj-
um greinum, svo sem hagfræði,
verslunarfræði og náttúruvísindum.
Enn fremur er gert ráð fvrir kenn-
aradeild. Er þess að vænta, að |>ess-
ar nýju deildir bætist við á næstu
10—20 árum, og verður lnisið þá
fullskipað.
— Eruð þér ekki hjartsýnn á
framtið Háskóla íslands og þar með
íslenskrar vísindastarfsemi ? spvr ég
dr. Alexander að lokum.
Ég vona, að háskólinn verði
þjóð vorri til blessunar á ókomn-
um öldum og lyfíistöng til livers
konar framfara, hæði í andlegum
og efnalegum skilningi, þroski
manndóm hennar og sjálfstæði og
stuðli að því, að hér á landi húi vel
mentuð þjó.ð, sem notfæri sér vís-
indalega þekkingu á öllum sviðum,
er nauðsynleg revnast til frama og
þróunar.
IÐ NYJA háskólahús vort er
veglegasta stórhýsi, sem reisl
Iiefur verið hér á landi og þannig
sett, að það er veruleg bæjarprýði
i höfuðstað landsins. Gerl er ráð
fvrir öðrum stúdentagarði og kenn-
arabústöðum í nánd við liáskólann,
svo að þarna mun í framtiðinni
risa myndarleg húsaþyrping, sem
öll þjóðin á vonandi eftir að iíta
til með virðingu og velvild. Yið svo
stórbætt skilyrði er þess að vænta,
að háskólinn eflist hrátt lil meiri
dáða en unt var að vænta af hon-
um i þröngbýlinu við Austurvöll. Er
vonandi, að þangað veljist jafnan
dugandi starfsmenn, er verði hinu
veglega hú'si samboðnir.
ÞEIR VITRIJ
----------------------SÖGÐU:
Rætur mentunarinnar eru beiskar,
en ávextir hennar eru sætir. —
Aristoteles.
Mentun er prýði í meðlætinu og
skjól og skjöldur í mótlætinu. —
Sami höfundur.
Þeir einir, sem eru mentaðir, eru
frjálsir. — Epictetus.
Mentun er fjársjóður, og menn-
ingin mun aldrei líða undir lok. —
Petronius.
Öfund á sér aldrei hvíldardag. —
Francis Bacon.
Öfund og hræðsla eru þær einu
ástríður, sem engin ánægja er sam-
fara. — C. Collins.
Enginn máður mun auðgast á
öfund. — Draxe.
Menlaður maður hlýtur einhvern
tíma að komast að raun um, að það
er fávíslegt að öfunda aðra. —
Emerson.
Lifandi vitleysa er betri en dautt
snildarverk. — Bernard Shaw.
Frægðin er þorsti æskulýðsins. —
Byron.
Stjórnmálamenn eru hættulegustu
þrælar mannkynsins, og þar af leið-
andi þeir menn, sem mestar gætur
verður að hafa á, því að annars má
ætla, að þeir vinni þjóðunum meira
tjón en skyldi. — X.
Margir stjórnmálamenn virðast
vinna í þeirri góðu trú, að þegnarnir
séu til ríkisins vegna (þ. e. þess flokks,
er fer með völd í þann og þann svip-
inn), en ríkið ekki vegna þegnanna.
— Rödd 20. aldarinnar.