Samtíðin - 01.06.1940, Side 11

Samtíðin - 01.06.1940, Side 11
SAMTÍÐIN 7 Oddný E. Sen: r Islensk æska j'Ui VAR nýlega spurð að því, hvernig íslensk æska hefði kom- ið mér fyrir sjón- ir, eflir svo langa fjarveru. Mér finst geysimikill munur á ytra úl- liti æskunnar nú og fyrir 20 árum. Munurinn liggur aðallega í því, að nú er sem æskan sé frjiálslegri, snyrtilegri og glaðlegri. Það er eins og hún kunni hetur að njóta þess að vera lifandi, teygi að sér tæra fjallaloftið með meiri ákefð og hi-eiði faðminn „gleðidrukriara“ móti geislum sólarinnar. Það er sem rist í svip unga fólksins: Lengra og hærra, þangað sem víðsýnt er og hreint, út úr reyknum og illa and- rúmsloftinu. Það má vænta þess, að áhyrgðartilfinningin þroskist, og löngun til dugs og dáða vakni, löngun til að láta eitthvað gott eftir sig liggja, og að skilja við flest, þó að elcki sé nema lítið eitt hetra en það var, er tekið var við því. íslenskur æskulýður er fallegur í mínum augum — sér- staklega þó börnin. Það er gott, þegar oldra fólkið áttar sig á því, hversu seskan þarf mikla samúð, skilning og kærleika, þegar verið er að leiða hana út á leiksvið lifsins. Ég ætla ekki að segja neitt meira Um þetta, en einu langar mig til að yíkja lítilsháttar að. Það er móður- málið. Hefir unga kynslóðin fengið meðvitund eða skilning iá ]>ví, hvilík- ur helgidómur hennar einstæða móð- urmál er. Islensk tunga er fulkomn- asta tunga Norðurálfunnar að fornu og nýju og að líkindum eina lifandi klassiskt mál á allri jörðunni. En það nægir ekki aðeins þekking á móður- málinu sjálfu, heldur er nauðsvnleg þekking og skilningur á þeim andans auði, sem felst í bókmentum þess. Vissulega ættu Eddurnar að vera lesn- ar spjaldanna á milli, og lífsspeki þeirra ætti að innræta öllum íslensk- um börnum. Þjóðfélag það, sem ís- lendingar hygðu upp í fornöld, er eilt af mestu og merkustu þrekvirkjum mannsandans á því sviði. Hversu mikið er lesið af Grágás í æðri skól- um, og hvernig er það útskýrt félags- fræðilega? Áður en skólar urðu al- gengir hér á landi, var það venja, að hörn lærðu að lesa á löghókina og lærðu hana utan að. Réttur og fagur framburður móð- urmálsins er mjög nauðsynlegur, og jafnvel nauðsynlegri en slílagerðir, enda er lögð mikil áhersla á hann í öllum menningarlöndum. Mig langar til að segja við íslensku æskuna: Varðveitið og virðið helg- asta arfinn ykkar! Þeir heiðruðu áskrifendur í Reykjavík og Hafnarfirði, sem enn eiga eftir að greiða Samtíðina 1940, eru vinsaml. beðn- ir að gera það sem allra fyrst. Með næsta hefti verða sendar póstkröfur til allra áskrifenda úti um land, sem enn eiga ógreitt árgjaldið fyrir 1940. Eru menn Mikill fjöldi merkra greina bíður næstu hefta.

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.