Samtíðin - 01.09.1943, Blaðsíða 10

Samtíðin - 01.09.1943, Blaðsíða 10
6 SAMTlÐIN isins eru hópölvanir í borg og hæ, fjölgun launsala og alls konar spill- ing. Væri oss þó þörf einhvers ann- ars á þessum alvörutímum. KAUPSÝSLUMANN liitti ég hérna um daginn, og hann sagði: „Ég er ekki hindindismaður, en ég tel það borgaralega skyldu allra Is- lendinga að drekka ekki frá sér vit, meðan stríð stendur og erlent setulið er i landinu. Oss mun ekki veita af öllu því vili, sem guð hefir gefið oss, ef vér eigum að komast klaklaust út úr þessum ófærum. Þess vegna tel ég það skyldu ríkisstjórnarinnar að hafa áfengisútsölurnar lokaðar og sjjorna við því af fremsta rriegni, að Islendingar geti náð í áfengi.“ Þessi er skoðun vor Templara, og sem betur fer eru það margir aðrir, sem hugsa á þennan liátt. En ég veit ekki, livort þeir eru margir utan Reglunnar, sem hafa gert sér grein fyrir því, hve vansæm- andi það er fyrir þjóðina að reka Áfengisverzlunina eins og gert hefur verið. Það var mikið talað um það einu sinni, að bannlögin væri hættuleg fvrir siðþroska manna. Þau væri ekki virt, og af því mundi leiða, að önnur lög yrði ekki virt heldur. En halda menn nú, að það geri minna til i þessu efni, að ríkið sjálft rekur viðskipti, sem það hefir dæmt ó- sæmileg? Er líklegt, að það fordæmi verði til þess að auka siðþroska og réttarmeðvitund borgaranna ? Svari hver eins og hann telur sann- ast og réttast. Vér Templarar teljum, að aldrei hafi hörmulegra né heimskulegra á- stand ríkt í áfengismálunum lieldur en ;nú, einmitt á þessum tímum, þegar Islendingar þurfa á öllu sínu viti að halda og allri þeirri varkárni sem hugsazt getur. JÖRGEN FRÁ HÚSUM; Til Huldu Nú blómin döggum-dreypt sér una á grund, en dalurinn í örmum fjalla sefur, og skuggsjár vatna spegla laufgan lund; sem lítið barn í faðm sér nótt mig vefur. Hér andar golan um mig fersk og hlý, og ásjón Guðs mér skín í hverju blómi. Á hverju vori veröld birtist ný, er vötn í þeynum kveða sigurrómi. i*“ ■V ■ <*íK Ég ætla að vaka úti í grænum lund og una með þér, Hulda, glaðar stundir. Og hérna vil ég hinzta festa blund, og hníga, þegar sólin gcngur undir. Tilkynning frá náttklúbb var á þessa leið: „Stjórn náttklúbbsins á- skilur sér rétt til að banna hverri þeirri stúlku, er hún telur of sið- sama, aðgang að klúbbnum. — Ég skal eftirleiðis ekki fara mér að neinu óðslega, sagði inn- brotsþjófurinn, þegar læknir hans ráðlagði honum að taka sér hvíld frá störfum heilsunnar vegna. Vísan mín er reikult rím, rifnuð upp að framan. Ivomdu með þetta kalda lím og klístraðu henni saman.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.