Samtíðin - 01.09.1943, Blaðsíða 11

Samtíðin - 01.09.1943, Blaðsíða 11
SAMTtÐIN 7 ÞÓRA BORG 'EINARSSON: FRÁ LEIKSVIÐINU 5 Þegar ég lék fyrsta hlutverk mitt Herra ritstjóri. TIL ÞESS að svara spurn- ingu vðar þarf ég að fletta mörgum um blöðum i almanakinu — aftur í timann —, því að þegar ég lék mitt fýrsta „aðalhlutverk“, var ég aðeins 9 ára gömul. Ég hefi leikið mörg miklu stærri og erfiðari hlutverk síðan, en ekkert þeirra hef- ir gagntekið mig eins og kóngsdótt- irin í „Óla smaladreng“. Vinna mín s.l. vor við að stjórna, ásamt Emilíu, systur minni, sýriingum á þessum leik, hefur rifjað upp margar hálf- gleymdar, en mjög svo kærar endur- minningar. En svo að ég byrji nú á byrjuninni, ])á er ég leikhúsbarn, alin upp við leikhúslyktina, ef svo mætti að orði kveða, og ég var staðráðin í þvi að verða leikkona, áður en ég vissi, hvað slíkt var. — Þekkið þér leikhúslykt? Sumum finnst hún sambland af vondri Ivkt og góðri. Mér finnst hún dásamleg. Fjögra ára gömul kom ég í fyrsta sinn í leikliús og sá „Nýársnóttina“. Þá varð ég mér ærlega til skannnar. Ég liafði aldrei fyrr séð mömmu „sminkaða“ og þekkti hana ekki í hlutverki Áslaugar álfkonu fjn’r en í fjórða þætti, eftir að ég hafði verið „á balc við“ í liléinu. — Mér varð svo mikið um þetta, að ég kallaði: „Manniia, mannna, nú þekki ég þig.“ Þetta vakti góðlátlegan hlátur í kringum nrig, en ég skreið undir hekkinn, yfirkomin af blygðun. Ég var lieldur ekki gömul, þegar ég kom fyrst fram á leiksviðið í litl- um barnahlutverkum. Ég kinoka mér við að segja, að ég liafi leikið, því að allt þetta var mér veruleiki. í hlutverki Tótu í Fjalla-Eyvindi var ég t. d. alltaf lirædd um, að mennirn- ir kæniu of snemma inn í 3. þátt og var sárfegin, þegar ég var komin út af sviðinu og í hendurnar á pabba. Frú Cliveden-Banks í Á útleið eftir Sutton Vane.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.