Samtíðin - 01.09.1943, Blaðsíða 17

Samtíðin - 01.09.1943, Blaðsíða 17
SAMTÍÐIN 13 rauii í hverju hefti. Verða hér í hvert sinn lagðar fyrir menn 5 spurningar viðvíkjandi íslenzkum hókmenntuni, en svörin verða liirt annars staðar í sama liefti. Vér væntum þess, að þessi viðleitni vor í þá átt að beina huga manna að merkasta menning- ararfi þjóðarinnar, megi verða til þess, að menn fari þá fremur að lesa það, sem til er vitnað, og haldi svo áfram að auðga anda sinn við hina óþrotlegu lind hókmennta vorra. Það eru íslenzk skáld, sem bezt hafa sluðlað að varðveizlu tungu vorrar og j)ar með sjálfsmeðvitund þjóðar- innar. Það voru íslenzk skáld, sem áttu sér aflögu þrótt til þess að skapa menningarverðmæti, þrátt fyrir örð- uga lífsbaráttu. Til þeirra er oft leit- að á hátíðum og tyllidögum, þegar haldnar eru alls konar ræður og lof- gerðir. Á skáld vor er hent, þegar reynt er að sýna þjóðarverðmæti vor erlendis. Fégræðgi þeirrar kynslóðar, sem nú hyggir Island og glatað hefur i hili allmiklu af dómgreind sinni við klið hinnar sviknu og hlóði drifnu koparmyntar, sem nú flæðir hér }7fir, hefur gert oss að viðundri í augum siðmenntaðra manna. En látum það aldrei á sannast, sem um oss var sagl í erlendu hlaði ekki alls fyrir löngu. Þar stóð eitthvað á þessa leið: „Sprengjunum rigndi yfir Eng- lendinga, og þeir fundu sál sína. Pcningunum rignir yfir íslendinga, og þeir glata sál sinni.“ Þjóð, sem hættir að leggja rækt við andleg verðmæti sín og gleymir því, sem horið hefur uppi menningu hennar öldum saman, er sannarlega í mikilli hættu stödd. S. Sk. Bókmenntagetraun Samtíðarinnar Hvaða sltáld hafa ort eftirfarandi ljóðlínur, og úr hvaða kvæðum þeirra eru þær? Svörin eru á hls. 29. 1. „Skal hann ei bráðum hruna í tún ?“ 2. Auðugt nóg er ísland af ýmsu, er vantar Holland. 3. í skaparans nafni ýtt var út opnu skipi, er leyst var festi. 4. Eg er eins og kirkja á öræfa tind, 5. Rauðu skarlati skríðzt hefur skógarins flos. EITT SINN, er Egge'rt Stefánsson söngvari hélt kirkjuhljómleika norðan lands, veitti hann því atliygli, að á fremsla hekk sat litil stúlka við ldið móður sinriar, og horfði hún aðdáunaraugum á söngvarann. ó- sjálfrátt fór Eggerti að verða hlýtt lil þessa söngelska harns. En skýring- una á söngelskunni fékk Eggert, er söngnum var lokið og fólkið fór út úr kirkjunni. Þá heyrði hann litlu stúlkuna segja við móður sína: — Mamnia, mikið voðalega liefur maðurinn fallega járntönn, þegar hann syngur. (Úr syrpu Hans klaufa). LEITIÐ UPPLÝSINGA UM VÁ'IRYGG- INGAR HJÁ: Nordisk Brandforsikring A/S Aðalumboð á íslandi Vesturgötu 7. Reykja- vík. Sími 3569. — Pósthólf 1013.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.